Opna nýja flöskumóttöku í Reykjavík Endurvinnslan hf hefur opnað nýja flöskumótöku við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík, beint á móti Góða hirðinum. Í stöðinni eru tvær talningarvélar sem telja og flokka heilar umbúðir og geta afkastað um þrettán milljónum eininga á ári. Neytendur 28. desember 2023 12:22
Notuð bókasafnsbók versta jólagjöfin Fjöldi fólks skilaði jólagjöfum í Kringlunni í gær þegar verslanir voru opnaðar á ný eftir jólahátíðina. Einn sagði hnífasett bestu gjöfina en notaða bók þá allra verstu. Innlent 28. desember 2023 10:03
Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. Neytendur 27. desember 2023 15:29
Dýrara í Strætó á nýju ári Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að stakt fargjald fer úr 570 kr. í 630 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr. Neytendur 21. desember 2023 15:16
Letrið of smátt og lýsingarorðin of jákvætt hlaðin Mat Neytendastofu er að GS Verslanir ehf, rekstraraðila GS Búlluna, hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Hefur félaginu verið bannað að birta auglýsingarnar. Neytendur 21. desember 2023 11:04
Skanna strikamerki og sjá verðið í öðrum verslunum Alþýðusamband Íslands hefur frá því síðsumars safnað miklu magni gagna um vöruverð í öllum mögulegum matvöruverslunum. Úr þessu hefur verið þróað app svo neytendur geti borið saman vöruverð með því einu að skanna strikamerki með símanum. Neytendur 21. desember 2023 10:15
Gert að breyta sólpallinum í takt við teikningar frá 2006 Kærunefnd húsamála hefur úrskurðað að eiganda kjallaraíbúðar sem reisti sólpall út frá íbúð sinni verði að breyta sólpallinum í samræmi við teikningar frá árinu 2006. Sólpallurinn sé stærri en teikningar geri ráð fyrir og að breytingarnar verði gerðar á kostnað hans. Innlent 21. desember 2023 08:00
Rúmur tugur búða sektaður vegna verðmerkinga Neytendastofa hefur sektað 11 fyrirtæki í miðborginni vegna ófullnægjandi verðmerkinga. Viðskipti innlent 20. desember 2023 15:45
Drykkjarvörur og konfekt hækka mest Dæmi eru um að verð á jólamatvörum hafi hækkað um tugi prósenta á milli ára. Samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ hefur jólamaturinn hækkað um allt að 17 prósent. Landsmenn finna misvel fyrir hækkuninni. Neytendur 18. desember 2023 20:55
Mögulegt gáleysi að láta leigutaka ekki vita af mölflugum Formaður Neytendasamtakanna segir að skoða verði hvort leiga á geymslu falli undir þjónustusamning en ekki húsaleigusamning. Kona sótti búslóð sína úr geymslu fyrr á árinu og hefur frá því barist við mölflugur á heimilinu. Hún segir tjónið verulegt. Innlent 15. desember 2023 13:00
Banna Arnarlaxi að notast við „sjálfbærni“ í markaðssetningu Neytendastofa hefur bannað Arnarlaxi að notast fullyrðingar um sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins. Fullyrðingarnar séu taldar villandi fyrir neytendur. Neytendur 15. desember 2023 12:11
Breytingar hjá Strætó snúast ekki um að rukka svindlara Að gefnu tilefni vil ég fjalla aðeins um yfirvofandi breytingar hjá Strætó. Þá er það fyrst og fremst tvennt. Skoðun 15. desember 2023 10:31
Fékk búslóðina mölétna úr geymslu: „Það var allt morandi í flugu og eggjum“ Steinunn S. Þorsteins Ólafardóttir sótti búslóð sína úr geymslu í upphafi þessa árs og hefur frá þeim tíma barist við mölflugur á heimili sínu. Búslóðin hafði þá verið í geymslunni í tíu mánuði. Hún hefur þurft að henda fatnaði, dóti og fleiru í kjölfarið sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum. Innlent 15. desember 2023 09:50
Lifandi vísindi skýri betur hvernig skuli segja upp áskriftinni Rekstraraðila tímaritsins Lifandi vísinda hefur verið gert að bæta upplýsingagjöf til neytenda varðandi það hvernig skuli segja upp áskrift að tímaritinu. Verði ekki gerð bragarbót á innan tveggja vikna skal rekstraraðilinn, Elísa Guðrún ehf., sæta dagsektum. Neytendur 14. desember 2023 07:13
Notkun hljóðbóka stóraukist en lestur dregist saman Notkun hljóðbóka hefur aukist um 145 prósent á síðustu sex árum hérlendis á meðan lestur bóka hefur dregist saman um sautján prósent samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Innlent 12. desember 2023 17:38
Verðbólga byrji að hjaðna hratt á nýju ári Hagfræðideild Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni aukast í desember úr átta prósentum í 8,3 prósent. Eftir áramót muni hún hins vegar byrja að hjaðna og verði komin niður í sjö prósent í mars. Viðskipti innlent 12. desember 2023 10:01
Engar bætur vegna seinkunar vélar sem varð fyrir eldingu Viðskiptavinir Play fá engar bætur vegna aflýsingar á flugi flugfélagsins frá Keflavíkurflugvelli til Alicante í desember á síðasta ári eftir að eldingu hafði lostið niður í vélina. Neytendur 12. desember 2023 08:54
Kenna Sorpu um hærra matarverð Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. Innlent 11. desember 2023 12:53
Rúmlega áttatíu tilkynningar vegna auglýsinga á útlensku Meira en áttatíu tilkynningar hafa borist Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku síðan viljayfirlýsing var undirrituð um íslenskuátak í auglýsingagerð fyrir tæpum þremur vikum. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir tilkynningum hafa fjölgað mjög. Innlent 8. desember 2023 14:00
Mikilvægt að kynna sér „falinn kostnað“ skammtímalána Fólk getur sparað allnokkrar fjárhæðir með því að horfa ekki bara á vexti þegar það tekur skammtímalán, heldur einnig svokallaða „árlega hlutfallstölu kostnaðar“, eða ÁHK. Neytendur 8. desember 2023 10:03
RÚV uppfærir verðskrána og hættir að rukka fyrir táknið Ríkisútvarpið hefur breytt gjaldskránni fyrir svokallaðar Jólakveðjur Ríkisútvarpsins, þar sem kveðjur landsmanna til ástvina eru lesnar upp á Rás 1 að kvöldi 22. desember og alla Þorláksmessu. Viðskipti innlent 7. desember 2023 11:40
Þriðjudagstilboðið heldur áfram að hækka í verði Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári. Neytendur 5. desember 2023 11:18
Krefjast rannsókna á gerð lánshæfismats Creditinfo Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á Persónuvernd að rannsaka ítarlega framkvæmd lánshæfismats Creditinfo og sérstaklega breytingar sem gerðar voru á dögunum. Innlent 4. desember 2023 08:53
Verðskrá fyrir magnpóst lögð niður Frá og með 1. janúar 2024 verður sérstök verðskrá fyrir magnpóst lögð niður og flokkarnir almenn bréf og magnpóstur sameinaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Neytendur 1. desember 2023 10:00
Skilur reiði fólks en segir tölfræðina tala sínu máli „Það sem að gerðist 1. september var að það var gefin út ný reglugerð af dómsmálaráðuneytinu sem breytir reglunum um það hvernig lánshæfismat er búið til. Og þá er það lagt í hendurnar á fjárhagsupplýsingastofu, sem sagt á okkur, að meta það hvaða vanskilaupplýsingar á að nota. Og kaldur sannleikurinn er sá að ef að fólk hefur lent í því einhvern tímann að borga ekki skuldir sínar til baka, þá er það ólíklegra en aðrir til að borga þær í framtíðinni.“ Viðskipti innlent 30. nóvember 2023 11:04
Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ Viðskipti innlent 30. nóvember 2023 10:09
Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. Viðskipti innlent 29. nóvember 2023 14:48
Verðbólgan hækkar lítillega í átta prósent Verðbólga hefur hækkað lítillega og í nóvember mældist hún átta prósent hér á landi, sé litið til síðastliðinna tólf mánaða. Viðskipti innlent 29. nóvember 2023 14:32
Platinum-tryggingin dekkaði ekki hurð sem fauk upp undir Hafnarfjalli Kona fær ekki endurgreitt frá bílaleigu þrátt fyrir að hafa verið með „Platinum-tryggingu“ sem hún taldi dekka tjón sem hún lenti í. Fær hún því ekki endurgreiddar 230 þúsund krónurnar sem hún óskaði eftir. Neytendur 27. nóvember 2023 15:15
Spá því að verðbólgan aukist Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan aukist um 0,2 prósent milli mánaða og verði 8,1 prósent. Þá muni hún hækka enn meira í desember og verða 8,3 prósent. Viðskipti innlent 27. nóvember 2023 10:31