Neytendur

Fréttamynd

Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum

Íris Angela Jóhannesdóttir, innkaupa- og markaðsstjóri Víkurverks, segir sölu góða á hvers kyns hjólhýsum, húsbílum og tjaldvögnum í sumar. Margir velti því þó fyrir sér hvernig eigi að tengja við rafmagns því oft sé mikið að gera á tjaldsvæðunum og slegist um innstungur.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kvartanir borist vegna aflýstra flug­ferða

Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna aflýstra flugferða til og frá landinu. Formaður samtakanna brýnir fyrir fólki að nýta rétt sinn þegar svo ber undir. Dæmi séu til um að flugfélög veigri sér við því að upplýsa um fullan rétt neytenda. 

Neytendur
Fréttamynd

Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum

Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58 prósent í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5 prósentum. Um er að ræða fjórða mánuðinn í röð þar sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6 prósent árshækkun á matvörum.

Neytendur
Fréttamynd

Rækja fannst í skinkusalati

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af skinkusalati frá Salathúsinu eftir að rækja fannst í einu boxi. Neytendum með rækjuofnæmi er bent á að farga boxinu eða skila.

Neytendur
Fréttamynd

„Það er svo mikið rugl í gangi“

Neytendasamtökin biðla til stjórnvalda að koma skikki á bílastæðamál hér á landi sem séu í algjörum ólestri. Fólk er hvatt til að krefjast endurgreiðslu á ólögmætum gjöldum sem bílastæðafyrirtæki leggja á. 

Neytendur
Fréttamynd

Fleiri bílastæða­fyrir­tæki til skoðunar hjá Neyt­enda­stofu

Neytendastofa hefur enn til skoðunar upplýsingagjöf bílastæðafyrirtækja um gjaldtöku. Neytendastofa sektaði í gær fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna.

Neytendur
Fréttamynd

Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn

Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna.

Neytendur
Fréttamynd

Gera fjöl­margar breytingar á kíló­metra­gjaldinu

Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað.

Neytendur
Fréttamynd

Lands­bankinn og Arion lækka vexti

Landsbankinn og Arion banki hafa tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána. Breyttir vextir taka gildi hjá Arion banka þriðjudaginn 27. maí og Landsbankanum þriðjudaginn þriðja júní.

Neytendur
Fréttamynd

„Sporttöppum“ aftur komið fyrir

Svokölluðum „sporttöppum“ hefur aftur verið komið fyrir á flöskum íþróttadrykkjarins Powerade hér á landi. Undanfarna mánuði hefur einungis hægt að drykkinn með flötum töppum vegna breytinga á reglugerð.

Neytendur
Fréttamynd

Strætó hættir að taka á móti reiðu­fé í vögnum 1. júní

Frá og með 1. júní næstkomandi verður ekki lengur hægt að staðgreiða fargjöld með reiðufé um borð í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Þetta á ekki við um landsbyggðarvagna þar sem áfram verður hægt að borga með reiðufé eða greiðslukorti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Strætó.

Neytendur
Fréttamynd

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eld­flaugina

Framkvæmdastjóri Kjöríss segir ísflaugar fyrirtækisins ekki hafa verið minnkaðar. Hins vegar hafi Lúxus karamellupinnar verið minnkaðir um tíu millilítra fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann gat ekki svarað því hvort verð hafi lækkað samhliða minnkuninni.

Neytendur