Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Viðskiptavinur sem kvartaði yfir slökum stífleika í sætispúðum eftir kaup á sófa situr uppi með sófann eftir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafnaði kröfu hans um endurgreiðslu. Hann sendi kvörtunarpósta á verslunina tvo nýársdaga í röð. Neytendur 13.10.2025 08:12
Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Hópur næringarfræðinga gagnrýnir markaðssetningu steinefnadrykkja sem ætlaðir eru börnum. Hann segir frá rangfærslum um sætuefni og næringargildi í markaðssetningu slíks drykkjar og hvetur foreldra til að láta markaðsöfl ekki afvegaleiða sig. Neytendur 12.10.2025 13:51
Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. Neytendur 11.10.2025 14:00
Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur 10.10.2025 14:21
Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Þrjár evrópskar stofnanir sem hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum hafa gefið út viðvörun til neytenda um að sýndareignir geti verið áhættusamar og að vernd, ef einhver er, geti verið takmörkuð eftir því í hvaða sýndareignum þeir fjárfesta. Neytendur 6.10.2025 10:46
Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Formaður Neytendasamtakanna segir engan brag af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslands hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða. Neytendur 4.10.2025 21:31
ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Breytingar á fiskbúðingnum frá ORA hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri segir aðdáendur þessara sögufræga réttar ekki þurfa að örvænta, menn hjá ORA hafi gert tímabundnar tilraunir við eldun búðingsins sem nú hefur verið hætt. Neytendur 2.10.2025 07:03
Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. Neytendur 29.9.2025 10:30
Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Airpods Pro 3 kosta 28 til 65 prósent meira á Íslandi en í átta samanburðarlöndum. Verðmunurinn er mun meiri en á nýjum iPhone símum. Neytendur 22.9.2025 14:14
U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Eftir svarta skýrslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í sumar hafa forsvarsmenn skyndibitastaðarins Metro tekið veitingastaðinn í gegn. Í sumar var slæmum aðbúnaði og almennum óþrifnaði staðarins lýst en mánuði seinna kom staðurinn út úr eftirliti án athugasemda. Neytendur 19.9.2025 11:04
Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sparisjóðurinn indó hefur lækkað vexti og býður nú útlánsvexti sem eru með því allra lægsta sem í boði er og án bullgjalda, eins og segir í tilkynningu. Samhliða lækka vextir á veltureikningum og sparibaukum. Með lækkuninni boðar indó enn frekari innreið á lánamarkað sem fylgt verður eftir á næstunni með nýjum lánavörum. Neytendur 17.9.2025 11:13
„Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Wolt harmar atvik þar sem sendill á sínum vegum virðist hafa fengið sér bita af mat viðskiptavinar. Slík hegðun gæti leitt til þess að sendill missi vinnuna. Umræddur sendill hafi reyndar ekki verið látinn fara enda hafi fyrirtækinu aldrei borist formleg kvörtun vegna málsins. Neytendur 16.9.2025 22:32
Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Eigendur Parka-appsins þurfa að lækka greiðslukröfu karlmanns sem greiddi fyrir rangt stæði um 3.500 krónur eða sem nemur vangreiðslugjaldi fyrirtækisins. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa þótti Parka ekki upplýsa með skýrum og áberandi hætti um innheimtu vangreiðslugjalds og fjárhæð þess. Neytendur 16.9.2025 06:32
Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Ferðamaður sem bókaði pakkaferð á fjarlægar slóðir með íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina endurgreidda þótt hann hafi ekki óskað eftir afbókun fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Verulegar breytingar sem ferðaskrifstofan gerði á hinni bókuðu ferð veittu ferðamanninum rétt til þess að mati kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Neytendur 15.9.2025 07:02
Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Lögmaður í Reykjavík hefur nýtt sér heimsendingarþjónustu Wolt í síðasta skipti. Mælirinn fylltist þegar stóran hluta af pöntun vantaði í vikunni. Í fyrri pöntun hafði vantaði pítsusneið í pítsukassa. Wolt biðst afsökunar á þessum misbrestum. Neytendur 12.9.2025 19:02
Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða. Neytendur 12.9.2025 14:05
Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Hótel á Íslandi þarf að endurgreiða viðskiptavini 22 evrur, eða rúmar þrjú þúsund krónur, þar sem sjónvarpið á hótelherberginu virkaði ekki. Neytendur 12.9.2025 06:32
Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Viðskiptavinur sem keypti borðplötu úr svokölluðum náttúrusteini skal vera heimilt að rifta kaupunum þar sem sýnishornið sem kaupin byggðu á hafi verið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim. Í borðplötunni hafi verið fjöldi áberandi ryðbrúnna slikja. Neytendur 11.9.2025 14:04
Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Samkvæmt niðurstöðum könnunar Prósent í júlí eiga ellefu prósent þjóðarinnar ísvél. Tekið var fram í spurningunni að átt væri við vélar á borð við Ninja Creami en ekki klakavélar. Samkvæmt svörum Prósents eiga ellefu prósent svarenda slíka vél á meðan 30 prósent hafa áhuga á að eignast slíka vél. Neytendur 5.9.2025 12:49
Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir ekki lögmál að á Íslandi þurfi að vera hátt matarverð. Íslenskur markaður hafi tvo lykilþætti til að halda verði niðri sem séu samkeppni og fjöldi viðskiptavina. Neytendur 29.8.2025 10:07
Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Fjölmiðlakonan Sigga Lund lenti í netsvindli svika-fataverslunarinnar Vefstóls Svanhildar og varar aðra við síðunni. Loka þurfti korti hennar en starfsmenn Arion banka könnuðust heldur betur við svikasíðuna. Neytendur 28.8.2025 13:08
Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum. Neytendur 23.8.2025 10:11
Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Á fyrstu sextíu dögum sölu á íþróttanammi Latabæjar í matvöruverslunum seldust um tuttugu tonn. Stofnandi Latabæjar hrósar íslensku þjóðinni fyrir að svara ákalli um aukna neyslu á ávöxtum og grænmeti. Neytendur 22.8.2025 16:20
Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Prís stefnir á að opna fleiri verslanir á næstu árum sem myndi koma til með að efla samkeppni enn frekar á matvörumarkaði og valda auknu verðaðhaldi og lækkandi matarverði að mati ASÍ. Neytendur 22.8.2025 09:35
Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn. Neytendur 21.8.2025 12:58