Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen

Greinar eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Fréttamynd

Samkeppnin er allra hagur

Samkeppniseftirlitið kynnti í gær mikla úttekt á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar eru helztu nýmælin þau sem Fréttablaðið sagði frá í gær, að stofnunin beinir sjónum að birgjum og staðfestir það sem lengi hefur verið staðhæft, að þeir mismuna mjög verzlunum eftir stærð og umfangi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímabært að taka sönsum

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað skýrslu að beiðni ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað er um ýmsar lífseigar tillögur og tilgátur um lánamál heimilanna. Tveimur hagfræðidoktorum var meðal annars falið að meta hvort það svigrúm sem bankarnir fengu til niðurfellingar lána vegna afsláttar af lánasöfnum væri fullnýtt, hver væri líklegur kostnaður vegna tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna (og raunar margra fleiri) um flata niðurfærslu skulda og á hverjum kostnaðurinn af slíkri niðurfellingu myndi lenda. Svörin koma ekki á óvart, enda hefur spurningunum öllum verið svarað áður. Tilgangur skýrslugerðarinnar var hins vegar að „eyða óvissu". Nú liggur málið býsna ljóst fyrir, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pólitísk réttarhöld

Atburðir undanfarinna daga hafa afhjúpað það endanlega, hafi verið vafi í huga nokkurs manns, að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er pólitísk réttarhöld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Evrópuvæðing án áhrifa

Í síðustu viku kom út viðamikil skýrsla á vegum norskra stjórnvalda, þar sem samningum Noregs við Evrópusambandið er lýst. Sú skýrsla er um leið að verulegu leyti lýsing á sambandi Íslands við ESB, því að marga samninga við ESB eiga Ísland og Noregur sameiginlega.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meira svona, strákar!

Hundrað karlar, sem skrifuðu bæjar- og lögregluyfirvöldum og skipuleggjendum Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum bréf og kröfðust aðgerða til að koma í veg fyrir nauðganir, eiga hrós skilið. Karlmenn láta of sjaldan að sér kveða með þessum hætti í umræðum um kynferðisglæpi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Réttlætismál

Alþingi greiðir væntanlega atkvæði í dag um tillögu Bjarna Benediktssonar um að þingið afturkalli málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Matvælaöryggið

Hollusta og hreinleiki eru orðin sem gjarnan eru notuð þegar íslenzkum matvælum er lýst og þau eru markaðssett.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aginn festur í sessi

Fréttablaðið sagði frá því um helgina að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) aðstoðaði nú fjármálaráðuneytið við gerð nýrrar rammalöggjafar, sem á að koma meira aga og skipulagi á undirbúning fjárlaga og töku ákvarðana um þau á Alþingi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enn af hlerunum

Enn hefur athyglin beinzt að símahlerunum lögreglunnar, eftir að Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að tugum manna, sem höfðu stöðu grunaðra í rannsóknum embættis sérstaks saksóknara á bankahruninu, hefði á síðustu vikum verið greint bréflega frá því að símar þeirra hefðu verið hleraðir. Í sumum tilfellum leið hálft annað ár frá því að heimild fékkst til hlerana og þar til viðkomandi var tilkynnt um hlerunina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Erfitt að biðjast afsökunar

Þegar nákvæmlega ár er liðið frá því að mengunarhneykslið vegna Funa á Ísafirði komst í hámæli kemst nýtt mengunarmál í fréttirnar. Sá fréttaflutningur bendir ekki til að menn hafi lært mikið af fyrra málinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvískipt félag

Frá því var sagt í gær að skipulagsbreyting hefði verið gerð hjá 365 miðlum. Hún felst í að sjö blaðamenn færast af ritstjórn Fréttablaðsins yfir á sölu- og þjónustusvið fyrirtækisins. Starfsmennirnir hafa skrifað í kynningarblöð sem gefin eru út af 365 og er dreift með Fréttablaðinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hirða rusl, moka og skafa

Sjónin sem blasti við á forsíðumynd Fréttablaðsins í gær er því miður alltof algeng eftir áramótin. Fleiri kíló af kössum utan af flugeldatertum skilin eftir á fallegu útivistarsvæði í Fossvogsdalnum, þar sem fjöldi manns gengur, hleypur, skíðar og rennir sér á sleða þessa dagana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Betri skóli og minni sóun

Undanfarna mánuði hefur verið rætt um að taka upp inntökupróf í Háskóla Íslands til að fækka fólki sem skráir sig þar í krefjandi akademískt nám án þess að ráða við það eða hafa á því raunverulegan áhuga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvernig forseti?

Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að bjóða sig ekki fram á nýjan leik til embættis forseta kemur að sumu leyti á óvart. Hann virtist vera að komast í kosningaham og vera reiðubúinn að nýta sér óvinsældir ríkisstjórnarinnar í eigin þágu með fordæmislausum árásum á stjórnarstefnuna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meiri vandræðagangur

Breytingarnar sem ákveðnar voru á ríkisstjórninni í gær styrkja ekki endilega stöðu hennar eða draga úr vandræðaganginum á stjórnarheimilinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vörn í sókn

Aðventan hefur verið með lítils háttar öðru sniði í mörgum skólum í Reykjavík eftir að nýjar reglur um samskipti skóla og trúfélaga tóku gildi í haust. Þær gengu þó skemmra en þær áttu að gera í upphafi og spilltu minna fyrir gömlum hefðum en margir höfðu áhyggjur af.

Fastir pennar
Fréttamynd

Úrskurður með vorskipi

Fréttablaðið greindi frá því í gær að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði verið sextán mánuði að úrskurða um kæru blaðamanns á ritstjórn blaðsins. Fréttablaðið hafði í júlí í fyrra krafizt aðgangs að gögnum sem vörðuðu deilur í Iðnskólanum í Hafnarfirði, en fengið synjun hjá menntamálaráðuneytinu, sem taldi að gögnin ættu ekki erindi fyrir almennings sjónir. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndarinnar, sem starfar samkvæmt upplýsingalögum, í ágúst í fyrra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ríki sturlunarinnar

Fréttamyndir af íbúum Norður-Kóreu hágrátandi á almannafæri vegna andláts einræðisherrans Kim Jong-il eru hugsanlega til marks um að fólkið hafi trúað linnulausum áróðri stjórnvalda um að maðurinn væri nokkurs konar guð. Kannski lét fólkið svona af því að það hefur rökstuddan grun um að hverjum þeim sem ekki virðist virkilega sorgmæddur verði stungið í einangrunarbúðir, jafnvel með alla fjölskylduna sem félagsskap. Og hugsanlega er alþýða manna í Norður-Kóreu frávita af áhyggjum af því að eitthvað enn verra taki við að Kim gengnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glatað tækifæri vinstristjórnar

Kannanir Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) á því hvaða stjórnmálaflokki fólk treysti bezt til að hafa forystu í tilteknum málaflokkum gefa áhugaverðar vísbendingar um þróun hins pólitíska landslags, umfram einfaldar fylgismælingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Litlir sigrar

Samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban um síðustu helgi var líklega það skársta sem var pólitískt mögulegt. Um tíma leit út fyrir að ekkert samkomulag næðist og að heimsbyggðin hefði gefizt upp í glímunni við hlýnun loftslags af mannavöldum. Þótt nokkur árangur hafi þannig náðst, er þó hætt við að nauðsynlegar aðgerðir í loftslagsmálunum nái of skammt og komi of seint.

Fastir pennar
Fréttamynd

Okkar val

Varla kemur nokkrum manni á óvart að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ákveðið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna Icesave-málsins. Þjóðaratkvæðagreiðslan um síðasta Icesave-samninginn í apríl síðastliðnum snerist einmitt um tvo kosti; að ljúka málinu með samningum við Bretland og Holland eða að útkljá það fyrir EFTA-dómstólnum. Samningamenn Íslands og margir fleiri töluðu skýrt um þessa kosti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Traust í húfi

Fréttablaðið hefur sagt frá því að grunur leiki á að starfsmenn tveggja símafyrirtækja, Vodafone og Símans, hafi lekið upplýsingum um símahleranir lögreglunnar til manna sem voru grunaðir um afbrot og sættu slíkum hlerunum. Um var að ræða rannsóknir sérstaks saksóknara á meintum brotum tengdum bankahruninu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kostnaðurinn við krónuna

Tveir af forystumönnum Alþýðusambandsins, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Ólafur Darri Andrason hagfræðingur, hafa skrifað afar vandaðar og vel rökstuddar greinar um vaxtamál, gjaldmiðil og húsnæðismál í tvö síðustu helgarblöð Fréttablaðsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mikilvæg spurning gleymist

Úttektir á launum kynjanna sýna undantekningarlítið fram á talsvert launabil milli karla og kvenna, oft svo nemur tugum prósenta þegar eingöngu er horft á heildarlaunin. Þeir sem einblína á þennan „óleiðrétta“ launamun eru oftast skammaðir og þeim bent á að horfa þurfi til þess að konur séu oftar í hlutastarfi en karlar og þær vinni síður yfirvinnu. Þegar þetta tvennt hefur verið tekið út úr dæminu og eingöngu eru borin saman laun á vinnustund er launamunurinn vissulega talsvert minni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Úr fangelsi kjördæmapotsins

Áform um nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, sem verið hefur á teikniborðinu í ýmsum myndum í hálfa öld án þess að rísa nokkurn tímann, lentu enn í uppnámi í vikunni. Að þessu sinni vegna þess að stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd Alþingis, undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hafði efasemdir um að fangelsið sem áformað er á Hólmsheiði ætti að verða jafnstórt og stefnt hefur verið að. Fjárveiting til að ljúka hönnun þess var því í óvissu, en Fréttablaðið segir frá því í dag að líkast til náist lending í málinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Byssa eða bíll?

Skotárás vegna uppgjörs í undirheimum Reykjavíkur hefur réttilega vakið mikla athygli og ekki síður gríðarlegt vopnabúr, sem lögreglan fann hjá meðlimum glæpaklíku sem talin er viðriðin árásina. Klíkubræður hafa verið settir í gæzluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Enginn dó reyndar eða slasaðist í árásinni; byssumaðurinn hitti ekki. Flestir vona samt sjálfsagt að skotmaðurinn fái þungan dóm fyrir tilraun til manndráps.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hættið að skemma

Írafárið vegna vinnubragða Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra við endurskoðun kvótafrumvarpsins hefur að mestu yfirskyggt efni málsins. Sé hins vegar rýnt í frumvarpsdrögin sem leynistarfshópur ráðherrans tók saman – eins og gert var í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag – kemur í ljós að engar grundvallarbreytingar hafa verið gerðar efnislega frá „stóra kvótafrumvarpinu“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Góð byggðastefna?

Þegar Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra var bent á tvískinnunginn í því að hann synjaði Huang Nubo um undanþágu frá banni við fasteignakaupum útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins, en EES-borgarar gætu keypt jarðir og aðrar fasteignir umyrðalaust, svaraði Ögmundur því til að hann vildi líka setja hömlur á fjárfestingar EES-borgara.

Fastir pennar