Ramminn í ruslið? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. febrúar 2012 06:00 Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma átti að vera búið að afgreiða sem ályktun frá Alþingi fyrir janúarlok. Enn er málið þó ekki komið á dagskrá þingsins. Ýmis ákvæði draganna sem lögð voru fram til umsagnar á síðasta ári standa einkum í þingmönnum Vinstri grænna. Þannig er gert ráð fyrir að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem margir í þingflokki VG geta ekki hugsað sér. Fleiri svæði, sem samkvæmt drögunum eru í nýtingarflokki, eru umdeild. Með drögunum að rammaáætlun var stigið stórt skref í þágu náttúruverndar. Hugsunin að baki áætluninni var að draga saman fáanleg gögn um hina ýmsu virkjanakosti og meta þá út frá sjónarhornum orkunýtingar, náttúruverndar, ferðamennsku, efnahags- og samfélagsáhrifa og verndar fornleifa og menningarminja. Niðurstaðan af þessu mati er að aðeins um fjórðungur virkjanlegrar orku á landinu fer í nýtingarflokk. Það þætti einhverjum umtalsverður sigur náttúruverndar, enda var við gerð draganna gengið lengra í friðunarátt en verkefnisstjórn rammaáætlunar gerði upphaflega. Náttúran var látin njóta vafans. Innan VG vilja menn hins vegar ganga lengra. Undanfarnar vikur hafa ýmis náttúruverndarsamtök einnig látið í sér heyra og vilja ganga miklu lengra í verndunarátt en gert er í drögunum. Í þessum málflutningi er algengt viðkvæði að komið sé nóg af virkjunum; Íslendingar hafi virkjað langt umfram eigin þarfir og meirihluti orkunnar fari til stóriðju, sem líka sé komið nóg af. Frekari uppbygging stóriðju er reyndar eitt af tækifærum okkar til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar. Ákvörðun um að virkja ekki meira er um leið ákvörðun um að afþakka slíkan hagvöxt. Því er hins vegar ósvarað hvort talsmenn þessa sjónarmiðs telja að virkja mætti vegna annars konar starfsemi, til dæmis til að knýja gagnaver eða til að framleiða vetni á bíla- og skipaflota landsmanna. Þeir sem vilja einfaldlega hætta að virkja eru um leið að segja að öll sú vinna, sem lögð hefur verið í rammaáætlun, hafi verið óþörf. Og að þeim hálfa milljarði króna sem fór í verkefnið hafi eins mátt henda út um gluggann. Þeir segja um leið að ekki sé mark takandi á allri þeirri gagnaöflun og mati vísindamanna, sem liggur að baki núverandi drögum. Verndunarsjónarmiðin hafi allan tímann átt að hafa hundrað prósent vægi, nýtingarsjónarmiðin núll. Í Fréttablaðinu í gær sagðist Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra efins um að núlifandi kynslóð eigi að taka ákvarðanir um nýtingu virkjanakosta „í eitt skipti fyrir öll". Auðvitað er sú forgangsröð sem Alþingi ákveður ekki höggvin í stein. En hugmyndin með rammaáætlun var að skapa breiða sátt til langs tíma um það hvar skuli virkja og hvaða svæði skuli vernduð og að sú sátt byggist á vísindalegum gögnum og faglegu mati. Ef ganga á þvert gegn þessum sjónarmiðum og láta þá pólitík að nú eigi að hætta að virkja á Íslandi ráða för, er um leið opnað fyrir möguleikann á að nýr þingmeirihluti með aðra afstöðu til virkjana krukki í rammaáætlunina að afloknum næstu kosningum eða kannski þarnæstu og endurraði orkukostum eftir sínu höfði. Nú virðist full þörf á að menn rifji upp sjónarmiðin sem lágu upphaflega að baki því að ráðizt var í þetta mikla og nauðsynlega verkefni og láti þau ráða við afgreiðslu málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun
Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma átti að vera búið að afgreiða sem ályktun frá Alþingi fyrir janúarlok. Enn er málið þó ekki komið á dagskrá þingsins. Ýmis ákvæði draganna sem lögð voru fram til umsagnar á síðasta ári standa einkum í þingmönnum Vinstri grænna. Þannig er gert ráð fyrir að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem margir í þingflokki VG geta ekki hugsað sér. Fleiri svæði, sem samkvæmt drögunum eru í nýtingarflokki, eru umdeild. Með drögunum að rammaáætlun var stigið stórt skref í þágu náttúruverndar. Hugsunin að baki áætluninni var að draga saman fáanleg gögn um hina ýmsu virkjanakosti og meta þá út frá sjónarhornum orkunýtingar, náttúruverndar, ferðamennsku, efnahags- og samfélagsáhrifa og verndar fornleifa og menningarminja. Niðurstaðan af þessu mati er að aðeins um fjórðungur virkjanlegrar orku á landinu fer í nýtingarflokk. Það þætti einhverjum umtalsverður sigur náttúruverndar, enda var við gerð draganna gengið lengra í friðunarátt en verkefnisstjórn rammaáætlunar gerði upphaflega. Náttúran var látin njóta vafans. Innan VG vilja menn hins vegar ganga lengra. Undanfarnar vikur hafa ýmis náttúruverndarsamtök einnig látið í sér heyra og vilja ganga miklu lengra í verndunarátt en gert er í drögunum. Í þessum málflutningi er algengt viðkvæði að komið sé nóg af virkjunum; Íslendingar hafi virkjað langt umfram eigin þarfir og meirihluti orkunnar fari til stóriðju, sem líka sé komið nóg af. Frekari uppbygging stóriðju er reyndar eitt af tækifærum okkar til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar. Ákvörðun um að virkja ekki meira er um leið ákvörðun um að afþakka slíkan hagvöxt. Því er hins vegar ósvarað hvort talsmenn þessa sjónarmiðs telja að virkja mætti vegna annars konar starfsemi, til dæmis til að knýja gagnaver eða til að framleiða vetni á bíla- og skipaflota landsmanna. Þeir sem vilja einfaldlega hætta að virkja eru um leið að segja að öll sú vinna, sem lögð hefur verið í rammaáætlun, hafi verið óþörf. Og að þeim hálfa milljarði króna sem fór í verkefnið hafi eins mátt henda út um gluggann. Þeir segja um leið að ekki sé mark takandi á allri þeirri gagnaöflun og mati vísindamanna, sem liggur að baki núverandi drögum. Verndunarsjónarmiðin hafi allan tímann átt að hafa hundrað prósent vægi, nýtingarsjónarmiðin núll. Í Fréttablaðinu í gær sagðist Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra efins um að núlifandi kynslóð eigi að taka ákvarðanir um nýtingu virkjanakosta „í eitt skipti fyrir öll". Auðvitað er sú forgangsröð sem Alþingi ákveður ekki höggvin í stein. En hugmyndin með rammaáætlun var að skapa breiða sátt til langs tíma um það hvar skuli virkja og hvaða svæði skuli vernduð og að sú sátt byggist á vísindalegum gögnum og faglegu mati. Ef ganga á þvert gegn þessum sjónarmiðum og láta þá pólitík að nú eigi að hætta að virkja á Íslandi ráða för, er um leið opnað fyrir möguleikann á að nýr þingmeirihluti með aðra afstöðu til virkjana krukki í rammaáætlunina að afloknum næstu kosningum eða kannski þarnæstu og endurraði orkukostum eftir sínu höfði. Nú virðist full þörf á að menn rifji upp sjónarmiðin sem lágu upphaflega að baki því að ráðizt var í þetta mikla og nauðsynlega verkefni og láti þau ráða við afgreiðslu málsins.