Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Alþingi fær 140 þúsund undirskriftir

Tæplega 140 þúsund Evrópubúar hafa skrifað undir áskorun til íslenskra, norskra, skoskra og írskra stjórnvalda um að laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt. Frumvarp um fiskeldi er nú til umfjöllunar á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Barist fyrir norskum hagsmunum

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) heyja nú harða baráttu fyrir því að sjókvía­eldisfyrirtækin á Íslandi greiði sem allra minnst fyrir nýtingu hafsvæða í eigu þjóðarinnar. Helst vilja samtökin að þau greiði ekki neitt, eins og má til dæmis sjá í nýlegri umsögn þeirra til Alþingis vegna fyrirhugaðrar lagasetningar.

Skoðun
Fréttamynd

Félag Guðbjargar hagnast um liðlega milljarð króna

ÍV fjárfestingafélag, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, aðaleigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hagnaðist um ríflega einn milljarð króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, og jókst hagnaðurinn um 410 milljónir króna frá fyrra ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum

Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán milljarða króna söluhagnaður Hvals

Hvalur, sem er að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, bókfærði liðlega 13 milljarða króna hagnað af sölu hlutabréfa á síðasta rekstrarári, frá október árið 2017 til september árið 2018, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en hagnaðurinn skýrist að mestu af sölu dótturfélagsins Vogunar á þriðjungshlut í HB Granda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þriðja skipverjanum sagt upp

Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu.

Innlent
Fréttamynd

Innleiða hvata til að stuðla að laxeldi í lokuðum sjókvíum

Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi verði samþykkt. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna.

Innlent
Fréttamynd

Gengið „hægt en örugglega“ að ná Sóley að landi

Það er lyginni líkast hve vel hefur gengið að ná rækjutogaranum Sóley Sigurjóns GK200, frá Garði, að landi á Akureyri samkvæmt Finni Sigurbjörnssyni, skipstjóra á Múlabergi, en áhöfn skipsins tók Sóleyju í tog eftir að eldur kom upp þar um borð á föstudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi Sóleyjar

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar.

Innlent