Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Færri dómarar í bikarúrslitaleiknum í ár

    Grindavík og Stjarnan mætast á morgun í bikarúrslitaleik karla í körfubolta í Laugardalshöllinni og dómaranefnd KKÍ hefur raðað niður dómurum á leikinn sem og á kvennaleikinn sem er á milli Keflavíkur og Vals.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Er hún með svona lélegan umboðsmann?

    KR-ingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fengu til sín bandarísku körfuboltakonuna Shannon McCallum. Shannon McCallum skoraði 45 stig um helgina í átta stiga sigri KR á Snæfelli, 72-64, í Hólminum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Shannon með 147 stig á 139 mínútum - myndir

    Shannon McCallum hefur heldur betur stimplað sig inn í íslenska körfuboltann síðan að hún gekk til liðs við kvennalið KR á dögunum. McCallum var aðeins tveimur stigum frá því í kvöld að brjóta 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð. KR vann þá Hauka 73-54 og svo gott sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valskonur unnu topplið Keflavíkur

    Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær skelltu sér til Keflavíkur og unnu 19 stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 97-78. Þetta var aðeins annað tap Keflavíkurliðsins á deild og bikar á tímabilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ólöf Helga glímir við taugaskemmdir í skothendinni - ferillinn í hættu

    Ólöf Helga Pálsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur á síðasta tímabili og núverandi leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild kvenna hefur nánast ekkert getað spilað með Grindavíkurliðinu á þessu tímabili. Víkurfréttir segja frá því í dag að það sér óvíst hvort Ólöf Helga leiki hreinlega aftur körfubolta en hún er 27 ára gömul.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurkonur í Höllina í tuttugasta sinn

    Það verða Keflavík og Valur sem spila til úrslita í Powerade-bikar kvenna í körfubolta í Laugardalshöllinni 16. febrúar næstkomandi en það kom í ljós þegar Keflavíkurkonur unnu 73-70 sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í dag. Valskonur komust í úrslitaleikinn með sigri á Hamar í Hveragerði í gær.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Löng taphrina endar í DHL-höllinni í kvöld

    Heil umferð fer fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta en tveir leikir fara fram á höfuðborgarsvæðinu og tveir verða spilaðir á Suðurnesjunum. Þetta er 18. umferð deildarinnar en eftir hana eru tíu umferðir eftir af deildarkeppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valskonur missa tvö stig til Snæfells

    Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað Snæfelli 20-0 sigur í leik á móti Val í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta leik ársins 2013 en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Snæfell hefur þar með tíu stiga forskot og betri innbyrðisstöðu á móti Val í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Enginn tvíhöfði í Hólminum

    Körfuknattleikssambandið hefur gefið út tímasetningar á undanúrslitaleikjum í Powerade-bikarnum sem fara fram um næstu helgi. Snæfellingar fengu heimaleiki hjá bæði körlum og konum en leikirnir fara samt fram sitthvorn daginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík vann eftir framlengingu - öll úrslitin í kvennakörfunni

    Þrjú efstu liðin í Domnios-deild kvenna unnu öll sína leiki í kvöld þegar 17. umferðin fór fram. Topplið Keflavíkur bjargaði sér fyrir horn á móti KR á heimavelli og vann eftir framlengingu. Snæfell og Valur unnu líka sína leiki en Valskonur voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin á móti botnliði Fjölnis.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukarkonur fyrstar til að vinna Keflavík - öll úrslitin

    Haukakonur komu mikið á óvart með því að vinna tólf stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 73-61, í 15. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu. Þrjú efstu lið deildarinnar töpuðu í fyrstu umferðinni eftir jólafrí og það var því nóg af óvæntum úrslitum í leikjum dagsins enda hafði Keflavíkurliðið unnið fjórtán fyrstu deildarleiki sína í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ótrúlegur endurkomusigur Njarðvíkurkvenna

    Njarðvíkurkonur enduðu sex leikja taphrinu sína í Dominos-deild kvenna í körfubolta með dramatískum 87-85 endurkomusigri á móti botnliði Fjölnis. Fjölnir náði mest 20 stiga forskoti í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik, 44-29.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Butler byrjar vel með Valskonum

    Valskonur byrja nýja árið vel í kvennakörfunni því þær sóttu tvö stig í Stykkishólm í dag í fyrsta leik fimmtándu umferðar Dominos-deildar kvenna. Snæfell var búið að vinna Val tvisvar örugglega í vetur en Valskonur unnu hinsvegar 81-64 sigur í leik liðanna í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Mætast tvisvar sinnum með lið sín á einum sólarhring

    Ingi Þór Steinþórsson, þjálfar báða meistaraflokkana hjá Snæfelli í körfuboltanum og sömu sögu er að segja af Ágústi Sigurði Björgvinssyni sem þjálfar báða meistaraflokkana hjá Val. Á næsta sólarhring mætast þeir tvisvar sinnum með lið sín.

    Körfubolti