Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn

    Njarðvík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir sigur liðsins gegn Hamar, 67-74, í Hvergerði í kvöld. Þar með hefur liðið brotið blað í sögu félagsins en aldrei áður hefur kvennalið Njarðvíkur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurkonur komnar í úrslit - myndir

    Kvennalið Keflavíkur tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með því að slá út Íslandsmeistara KR í DHL-höllinni í gærkvöldi. Keflavík vann tvo síðustu leikina og einvígið 3-1. Keflavík var að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn síðan 2008 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið í fimmtánda sinn frá upphafi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Þetta er hræðilega sárt

    "Þetta er alveg hræðilega sárt,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-stúlkur eru komnar í sumarfrí eftir að hafa fallið úr leik gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express-deild kvenna, en einvíginu lauk með 3-1 sigri Keflavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Halldór: Er með stelpur sem hafa spilað milljón svona leiki

    “Við ætluðum okkur í úrslit og því erum við í toppmálum,” sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild kvenna eftir 70-62 sigur gegn KR í fjórða leik liðana og einvíginu lauk því með 3-1 sigri suðurnesjastúlkna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Keflavík komið í úrslit eftir sigur gegn KR

    Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurkonur í lokaúrslitin í fimmtánda sinn - unnu KR 70-62

    Keflavík tryggði sér sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með átta stiga sigri á KR-konum, 70-62, í DHL-höllinni í kvöld. Þetta er í fimmtánda sinn sem Keflavíkurkonur spila til úrslita um titilinn en janframt í fyrsta sinn síðan 2007 sem KR-liðið fer ekki alla leið í úrslit. Keflavík vann tvo síðustu leiki einvígisins og þar með einvígið 3-1. Keflavík mætir Hamar eða Njarðvík í lokaúrslitunum en þau spila oddaleik í Hveragerði á þriðjudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Eigum eftir að vinna hér í Keflavík

    „Við komum alveg hræðilega til leiks hér í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir ósigurinn í kvöld. KR tapaði fyrir Keflavík, 76-64, í þriðja leiknum um laust sæti í úrslitarimmu Iceland-Express deild kvenna. Keflavík leiðir því einvígið 2-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Halldór: Sýndum frábæran karakter

    "Það er alveg gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa náð að landa þessum sigri,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavík, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík leiðir nú einvígið, 2-1, í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna eftir að hafa unnið góðan sigur gegn KR, 76-64, í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Frábær byrjun skilaði Keflavík sigri gegn KR

    Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nýr Kani með Keflavík í kvöld

    Keflvíkingar hafa fengið nýjan bandarískan leikmann fyrir leik liðanna gegn KR í undanúrslitarimmu liðanna í Iceland Express-deild kvenna. Það er karfan.is sem greinir frá þessu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Adamshick ristarbrotin og ekki meira með Keflavík

    Kvennalið Keflavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir miklu áfall því bandaríski leikmaðurinn Jacquline Adamshick, sem hefur farið á kostum í vetur, er ristarbrotin og verður ekkert með meira með liðinu í úrslitakeppninni. Karfan.is segir frá þessu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ólöf: Komnar með bakið upp við vegg

    „Við erum svo sannarlega komnar með bakið upp við vegg eftir hræðilega frammistöðu hér í kvöld," sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir 83-47 tap gegn Hamar í Hveragerði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Yngvi kom báðum Valsliðunum upp á innan við 24 tímum

    Valsmenn eru komnir upp í úrvalsdeild karla og úrvalsdeild kvenna í körfuboltanum eftir að bæði lið félagsins unnu úrslitaeinvígi sín á síðustu tveimur dögum. Yngvi Gunnlaugsson er þjálfari beggja liðanna og kom því báðum Valsliðunum upp á innan við 24 tímum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pálína: Vorum ekki að spila saman

    „Við vorum ekki að spila saman og þú vinnur ekki leiki ef það er ekki til staðar,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur eftir tap liðsins gegn KR í kvöld í DHL-höllinni, 75-64.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Vængbrotið KR-lið jafnaði metin

    Staðan í rimmu KR og Keflavíkur í undanúrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna er jöfn, 1-1, eftir að KR hafði í kvöld sigur, 75-64, í öðrum leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 37-38 fyrir Keflavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Yfirlýsing frá KR: KR er sannfært um sakleysi Margrétar Köru

    KR-ingar hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um leikbann Margrétar Köru Sturludóttur og það að hún hafi verið kærð til lögreglu fyrir líkamsárás. Málið má rekja til þess að Margrét Kara sló til Haukakonunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í deildarleik Hauka og KR fyrir tæpum tveimur vikum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fanney: Njarðvík er með hörku lið

    "Þetta var engan veginn það sem við lögðum upp með, við förum í alla leiki til að vinna þá og það gekk ekki í dag enda spiluðum við illa," sagði Fanney Lind Guðmundsdóttir, leikmaður Hamars eftir 86-78 tap gegn Njarðvík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað

    Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku.

    Körfubolti