Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Slavica tryggði Hamar sigur á Íslandsmeisturunum

    Hamar vann þriggja stiga sigur á KR, 79-76, í æsispennandi og dramatískum leik í Hveragerði í Iceland Express deild kvenna í dag. Snæfell vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið vann 66-50 sigur á botnliði Fjölnis.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR lagði Snæfell

    KR-stúlkur unnu fínan sigur á ungu liði Snæfells í Vesturbænum í gær en stelpurnar úr Hólminum bíða enn eftir fyrsta sigri sínum í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamar vann góðan sigur í Grindavík

    Kvennalið Hamars sótti tvö góð stig suður með sjó í dag er liðið lagði Grindavík í Röstinni. Grindavík stóð ágætlega í Hamri en Hvergerðingar lönduðu þó sigri að lokum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík, Hamar og Haukar öll með fullt hús í kvennakörfunni

    Keflavík, Hamar og Haukar eru öll með fullt hús eftir aðra umferðina í Iceland Express deild kvenna en Íslandsmeistarar KR hafa hinsvegar tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tap á heimavelli á móti Keflavík í stórleik dagsins. Haukar byrjuðu daginn á því að fara á toppinn með stórsigri á Grindavík en Keflavík og Hamar bættust í hópinn seinna um daginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukakonur unnu auðveldan sigur á Grindavík

    Haukakonur létu ekki fjarveru þjálfarans, Hennings Henningssonar, hafa áhrif á sig þegar þær unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna á Ásvöllum í dag. Haukar unnu þá 24 stiga sigur á Grindavík, 60-36, og eru eins og er á toppi deildarinnar. Umferðin klárast síðan seinna í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar lögðu KR-inga

    Fyrsta umferð Iceland Express-deild kvenna fór fram í kvöld þar sem Haukar unnu til að mynda góðan sigur á KR á heimavelli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Charmaine Clark til Grindavíkur: Góður staður til að blómstra

    Kvennalið Grindavíkur hefur styrkt sig með bandarísku stelpunni Charmaine Clark sem lauk námi við University of Miami síðasta vor. Clark er mætt til landsins og spilar sinn fyrsta leik í kvöld þegar Grindavík tekur á móti nýliðum Fjölnis í Röstinni í fyrstu umferð Iceland Express deildar kvenna. þetta kom fyrst fram á karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ida Tryggedsson stoppaði stutt í Grindavík

    Danski leikmaðurinn Ida Tryggedsson stoppaði stutt i Grindavík en hún fór af landi brott í gær tveimur dögum áður en Grindavíkurliðið spilaði sinn fyrsta leik í mótinu. Grindavík mætir Fjölnir í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna á morgun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Halldór: Liðið mitt lítur vissulega vel út

    „Þetta er nú svolítið fyndið að það sé alltaf verið að spá fyrir hvert tímabil því þetta rætist sjaldnast. Við ætlum að láta þessa rætast enda er kominn tími á það því það er langt síðan að við unnum síðast," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en hún var kynnt á kynningarfundi fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum í körfunni

    Kvennalið Keflavíkur og karlalið KR munu fagna Íslandsmeistaratitlinum í körfunni næsta vor ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna í árlegri spá sem var kunngerð nú áðan á kynningarfundi Iceland Express-deilda karla og kvenna fyrir tímabilið 2010-2011. Haukar og Tindastól munu falla hjá körlunum en Fjölnir fellur hjá konunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hvar er Grindavíkurhjartað?

    Á heimasíðu Grindavíkur má finna áhugaverðan pistil eftir Ólaf Þór Jóhannesson sem er fyrrum stjórnarmaður hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur sem og fyrrum varaformaður KKÍ.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kjarnaleikmenn Keflavíkurliðsins framlengdu sína samninga

    Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gær við sex leikmenn kvennaliðsins og þar eru á ferðinni kjarnaleikmenn liðsins undanfarin tímabil. Keflavíkurkonur verða því eins og áður sterkar í kvennakörfunni á komandi tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jóhannes Karl: Frábært að klára dæmið

    „Ég er mjög ánægður að hafa klárað þetta verðuga verkefni þó það hafi nú tekið sinn tíma þá hafðist það," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson eftir dýrmætan sigur Blika gegn KR-ingum í Frostaskjólinu í kvöld. Blikar voru með undirtökin nánast allan leikinn og áttu sannarlega skilið að ná inn marki.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sverrir Þór hættur að spila og tekinn við kvennaliði Njarðvíkur

    Sverrir Þór Sverrisson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann spilaði stórt hlutverk hjá Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni þegar liðið fór alla leið í oddaleik um titilinn. Sverrir Þór hefur auk þess tekið við þjálfun kvennaliðs Njarðvíkur í Iceland Express deildinni en Unndór Sigurðsson hætti með liðið í vor.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukakonur halda áfram að styrkja sig fyrir næsta tímabil

    Bikarmeistarar Hauka eru að safna liði fyrir baráttuna á næsta tímabili en liðið hefur fengið til sín þrjá byrjunarliðsmenn úr öðrum liðum á síðustu vikum. Leikmennirnir eru Gunnhildur Gunnarsdóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir úr Snæfelli og Þórunn Bjarnadóttir úr Val.

    Körfubolti