Veður

Veður


Fréttamynd

Víða bjart og fal­legt sunnan­lands í dag

Létta á til sunnanlands með morgninum og víða er spáð björtu og fallegu veðri þar. Á norðanverðu landinu er spáð norðvestan- og norðangolu eða kalda og rigningu eða súld með köflum. Snjóað gæti í fjöll fyrir norðan á sunnudag.

Veður
Fréttamynd

Lægð yfir landinu og skúradembur norðan- og austan­til

Alldjúp og hægfara lægð er nú yfir norðanverðu landinu. Henni fylgir vestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og rigning víða um land. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar segir að það dragi úr vætu norðvestantil þegar líður á daginn.

Veður
Fréttamynd

Lægð nálgast landið úr suð­vestri

Lægð nálgast landið úr suðvestri nú í morgunsárið. Það gengur í austan- og suðaustankalda með rigningu sunnanlands, en dregur úr vindi síðdegis. Yfirleitt hægari og bjart með köflum fyrir norðan, en dálítil væta seinnipartinn.

Veður
Fréttamynd

Lægð við austur­strönd en allt að 18 stig norðaustantil

Lægð er nú stödd við austurströnd landsins og þokast norður á bóginn. Þá snýst smám saman í suðvestangolu og dregur úr úrkomu. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að skýjað verði í dag og víða dálítil væta af og til, milt veður. 

Veður
Fréttamynd

Djúp lægð fer yfir landið

Alldjúp lægð nálgast nú landið úr suðri. Í dag fer að rigna í norðaustan kalda eða stinningskalda, en hvassviðri suðaustantil seinnipartinn og er gul viðvörun í gildi fyrir það svæði frá klukkan 14 til 21 í kvöld. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að veðrið verði varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Veður
Fréttamynd

Skúrir síð­degis í dag

Veðurstofan spáir suðaustlægri og breytilegri átt í dag. Skúrir verða allvíða, sérstaklega síðdegis. Talið er að hiti verði átta til fimmtán stig.

Veður
Fréttamynd

Mildast sunnan heiða

Veðurstofan spáir hægum vindi á landinu í dag, en segir að þó muni blása aðeins úr norðvestri við norðausturströndina þar sem muni þó lægja smá saman. Þá verði súld eða dálítil rigning norðvestantil og einnig norðaustanlands í fyrstu. Annars verður skýjað með köflum og stöku skúrir inn til landsins síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Myndi fara stystu leið upp í sveit

Hægviðri er í kortunum víða um landið um helgina. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að útlitið sé „bara þokkalegt.“ Hann myndi fara stystu leið upp í sveit um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Hæg­lætis­veður um helgina

Um helgina verður hæglætisveður um helgina. Það verður skýjað með köflum og lítilsháttar væta af og til í flestum landshlutum og milt. Norðan til á landinu verður hins vegar fremur þungbúið og svalt í dag, en það ætti að birta til og hlýna þar á morgun. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Veður
Fréttamynd

Milt veður fram að og um helgi en svo tekur djúp lægð við

Það verður hæg norðlæg eða breytileg átt í dag og á morgun. Það verður fremur þungbúið norðan- og austanlands og svalt, en bjartara sunnan heiða og mildara. Hiti er á bilinu 7 til 17 stig. Þetta kemur frami hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. 

Veður
Fréttamynd

Ís­land gæti kólnað þrátt fyrir hlýnun á heims­vísu

Undanfarið hafa margir eflaust velt því fyrir sér hvernig standi á því að sumarið hafi verið svo alíslenskt í Reykjavík í ár og víðar fyrst hnötturinn okkar hlýnar. Til að mynda var heimshitamet slegið þann 22. júlí síðastliðinn og svo aftur daginn eftir en áhrifa þessarar hlýnunar virðist ekkert gæta hér á landi.

Veður
Fréttamynd

Myndaveisla: Loksins lét sú gula sjá sig

Veðrið hefur leikið landsmenn grátt í sumar, víðast hvar skýjað dag eftir dag eftir dag. Á vestan- og sunnanverðu landinu lét sólin þó loksins sjá sig þó margir séu farnir aftur til vinnu eftir sumarfrí. Gleðin skein úr hverju andliti í höfuðborginni í dag þegar Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fréttastofunnar fór á stúfana.

Lífið
Fréttamynd

Lokað vegna linnu­lausrar rigningar

Tjald­svæðinu í Reyk­holti hefur verið lokað vegna mikilla rigninga. Fram­kvæmda­stjóri segir þetta gert til að verja grasið og jarð­veginn en nær linnu­laus væta hefur verið þar að undan­förnu.

Innlent
Fréttamynd

Út­lit fyrir ró­legt veður fram á föstu­dag

Spáð er hægu og rólegu veðri á landinu í dag og á morgun. Hiti á Suður- og Suðvesturlandi, þar sem verður bjartara yfir en annars staðar á landinu, gæti náð allt að átján stigum þar sem best lætur í dag.

Veður
Fréttamynd

Ró­legra veður en líkur á síð­degis­skúrum

Spáð er rólegra veðri í dag en undanfarna daga með hægri austlægri eða breytilegri átt. Bjart verður með köflum en líkur á síðdegisskúrum allvíða. Áfram er þó spáð leiðinlegu veðri á Suðausturlandi með norðaustan kalda eða strekkingi og rigningu öðru hverju.

Veður
Fréttamynd

Dregur úr vindi með morgninum

Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, í Breiðafirði, Ströndum, Norðurlandi vestra, Faxaflóa og á Austfjörðum. Spáð er norðaustan 10 - 18 m/s, hvassast norðvestan til, og talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum og Ströndum.

Veður
Fréttamynd

Aurskriðuhætta og allt að fjöru­tíu metrar á sekúndu í hviðum

Gular veðurviðvaranir ganga í gildi víða á Suður- og Austurlandi síðdegis í dag og í kvöld. Búist er við norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu síðdegis með snörpum vindhviðum við fjöll. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum áður en lagt er af stað. Þá er búist er við úrhellis rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun með tilheyrandi skriðuhættu. Sumarið hefur verið mjög blautt og jarðvegur víða mettaður sem eykur lýkur á skriðuföllum að sögn sérfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Kom úr sundi að brotnu tjaldinu

„Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt.

Innlent
Fréttamynd

Önnur djúp lægð á leiðinni

Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar.

Veður
Fréttamynd

Allir ættu að komast leiðar sinnar þrátt fyrir við­vörun

Framkvæmdastjóri Herjólfs segir mikinn vind og töluverða ölduhæð á morgun ekki hafa áhrif á ferðir Herjólfs fyrir Þjóðhátíð. Gripið hefur verið til sérstakra ráðstafanna á hátíðinni til að bregðast við veðurspánni en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir Íslendinga sem betur fer vera öllu vanir.

Innlent
Fréttamynd

Úr­koman í júlí sló met

Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí.

Innlent
Fréttamynd

All­djúp lægð færir með sér gula við­vörun

Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi á morgun vegna hvassviðris. Viðvörunin er í gildi frá klukkan sex í fyrramálið til fjögur á Suðurlandi þar sem gert er ráð fyrir fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum syðst á svæðinu, einkum í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Varað er við því að tjöld og lausamunir geti fokið.

Veður
Fréttamynd

Í eðli okkar að fylgjast með náunganum

Sálfræðingur segir slæmt sumarveður geta haft neikvæð áhrif á líðan en einnig látið fólk finna fyrir létti. Erfitt geti verið fyrir foreldra að hlaða batteríin í fríi með börnum og mikilvægt að viðurkenna að það fylgi því vinna að sinna þeim. Ef fólki líði illa með að sumarið hafi ekki staðið undir væntingum geti verið ástæða til að líta inn á við. 

Innlent