Bergþór áfram þingflokksformaður Bergþór Ólason hefur verið kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins. Hann var einnig þingflokksformaður á síðasta kjörtímabili. Karl Gauti Hjaltason verður varaformaður stjórnar þingflokks og Ingibjörg Davíðsdóttir verður ritari. 14.1.2025 15:59
Til skoðunar að selja almenningi bankann Fjármálaráðherra segir koma til greina að eftirstandandi hlutur ríkisins verði seldur í almennu hlutafjárútboði. Mikilvægast sé að söluferlið verði gagnsætt og hafið yfir allan vafa. 14.1.2025 12:14
Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Móðir Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur, sem var myrt af föður sínum í september, segir að feðginin hafi ætlað sér að leika sér saman með nýtt dót í Hafnarfirði daginn örlagaríka en aldrei skilað sér heim úr þeirri ferð. Enginn sem þekki föðurinn hafi búist við því að hann mynda gera dóttur sinni nokkuð, enda hafi hann elskað hana og gert allt fyrir hana. 14.1.2025 11:20
Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Katrín Júlíusdóttir hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli þar sem hún mun sinna ráðgjöf tengdri stjórnsýslu, stefnumótun, samskipta-og kynningarmálum. 14.1.2025 09:53
Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram í dag, þriðjudaginn 14. janúar, klukkan 8:30 til 10:00 í Silfurbergi, Hörpu. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi. 14.1.2025 08:00
Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Forstjóri flugfélagsins Play furðar sig á því að Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki virkjað rammasamning við félagið, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. Sjúklingar sem vilja heldur fljúga með Play þurfa að leggja út fyrir sínum miðum, sem þarf ekki að gera ef flogið er með Icelandair. 13.1.2025 16:34
Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Hlutabréfaverð augnlyfjafélagsins Oculis hækkaði langmest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 13,79 prósent. Veltan með bréf í félaginu var sömuleiðis sú langmesta í dag, 2,2 milljarðar króna. Það sem af er ári hefur verðið hækkað um 34 prósent og frá skráningu á markað hérlendis í apríl síðastliðnum hefur það hækkað um 95 prósent. 13.1.2025 15:41
Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13.1.2025 14:44
Hlaup hafið úr Grímsvötnum Undanfarna daga hefur mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendir til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum. 13.1.2025 14:19
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem snýr að stórfelldu fíkniefnabroti. Um er að ræða innflutning á tæplega sex kílóum af kristal-metamfetamíni, en það fannst í bifreið sem var flutt sjóleiðis til landsins. 13.1.2025 13:17