Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18.11.2024 07:00
„Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Eiginkona læknis á sextugsaldri sem stunginn var fjórum sinnum í Lundi í Kópavogi í sumar var viss um að eiginmaður hennar myndi deyja eftir árásina. Árásarmaðurinn og öll sem urðu vitni að árásinni segja að soðið hafi upp úr vegna ágreinings um umferðarreglur á göngustígum. 17.11.2024 07:01
Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Þrítugur karlmaður sem er ákærður fyrir að reyna að bana lækni í Lundi í Kópavogi í sumar, segist ekki hafa haft neinn ásetning til þess að stinga lækninn. Hann hafi gripið til hnífs og sveiflað í átt að lækninum í sjálfsvörn. Hann hafi verið með hníf sem hann keypti í Kolaportinu í vasanum af því að honum þætti hann „töff“. 16.11.2024 07:01
Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. 14.11.2024 16:42
Refsing milduð í stóra skútumálinu Landsréttur hefur mildað fangelsisrefsingu Henrys Fleischer, 35 ára Dana, um eitt ár. Hann var upphaflega dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðkomu hans að skútumálinu svokallaða í fyrra. 14.11.2024 15:26
Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Félag hjúkrunarfræðinga skrifaði undir kjarasamning við íslenska ríkið í húsakynnum Ríkissáttasemjara upp úr klukkan 14 í dag. 14.11.2024 14:34
Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Opnaður hefur verið nýr vefur sem nýtist neytendum til að varast gallaðar og hættulegar vörur. Vefurinn nefnist Vöruvaktin og þar er að finna ítarlegar upplýsingar um til dæmis hættuleg raftæki, leikföng og öryggisbúnað barna sem búið er að vara neytendur við að kaupa. Að Vöruvaktinni standa níu ólíkar stofnanir sem sinna eftirliti með vörum hérlendis. 14.11.2024 14:25
Samherji lagði listamanninn Odee Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. 14.11.2024 13:12
Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Rekstrarhagnaður Alvotech var 56,2 milljónir dala á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við tap upp á 277,7 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Það gerir viðsnúning upp á 46,6 milljarða króna. 14.11.2024 12:23
Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd lækki stýrivexti um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. Gangi spáin eftir verða stýrivextir þeir lægstu síðan í maí í fyrra. 14.11.2024 11:35