Foden yfirgefur herbúðir enska landsliðsins Phil Foden hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins, sem þessa dagana tekur þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi, vegna persónulegra ástæðna. BBC hefur greint frá því að Foden hafi haldið til Englands til að verða viðstaddur fæðingu þriðja barns síns og unnustu sinnar Rebeccu Cooke. 26.6.2024 14:46
Landsliðsþjálfari Íslands lét gamminn geisa í norska sjónvarpinu Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gagnrýndi öryggisgæsluna í kringum leiki á EM í fótbolta í beinni útsendingu norska ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Hann óttast um öryggi leikmanna og dómara. 26.6.2024 09:27
Hareide hylltur í Munchen: Nafn hans sungið hástöfum Óhætt er að segja að Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafi fengið góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum danska landsliðsins í Munchen í Þýskalandi í dag þar sem að Danmörk mun mæta Serbíu á EM í fótbolta. 25.6.2024 14:26
Biðlar til „klikkaðra samsæriskenningasmiða“ að leita til sálfræðings Lögreglan í Norhamptonshire segir ekkert bendi til þess að saknæmt athæfi hafi átt sér stað í kjölfar nafnlausra tölvupósta og textaskilaboð sem ýjuðu að því að liðsmenn Formúlu 1 liðs Mercedes væru vísvitandi að skemma fyrir ökumanni liðsins og sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Málið er litið alvarlegum augum þar sem að einn tölvupósturinn, sem kom frá óþekktum aðila, bar nafnið „Mögulegur dauðadómur fyrir Lewis.“ 25.6.2024 14:01
„Fólk sem vissi ekkert hvað það var að tala um“ Formaður HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, segir umræðuna, sem spratt upp í kringum samstarfssamninga sambandsins við fyrirtækin umdeildu, Arnarlax og Rapyd, hálf broslega og skakka. Fyrirtækin séu stoltir samstarfsaðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á samfélagsmiðlum um samstarfið „vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um.“ 25.6.2024 08:01
Staða HSÍ grafalvarleg Formaður Handknattleikssambands Íslands segir stöðu sambandsins grafalvarlega. Tugmilljóna króna tap var á rekstri þess á síðasta ári. Eigið fé HSÍ er einnig neikvætt um tugi milljóna og mun sambandið þurfa að skera niður ef ríkið grípur ekki inn í. 22.6.2024 08:07
Guðmundur hrærður eftir tíðindi morgunsins Fredericia, danska úrvalsdeildarfélagið í handbolta, sem þjálfað er af Guðmundi Guðmundssyni, mun taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Þetta varð ljóst í morgun en í samtali við Vísi segist Guðmundur hrærður yfir fréttunum. 21.6.2024 12:48
„Held ég sé að verða betri þjálfari með hverju árinu sem líður“ Eftir frábært tímabil og silfurverðlaun hefur Guðmundur Guðmundsson framlengt samning sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia í handbolta. Ákvörðun sem var honum ekki erfið því gengið hefur afburða vel hjá liðinu undir hans stjórn. Guðmundur segist hvergi nærri hættur. 20.6.2024 10:30
Vond tíðindi fyrir Rúnar: FCK kaupir nýjan markvörð Danska úrvalsdeildarfélagið FC Kaupmannahöfn er við það að ganga frá kaupum á enska markverðinum Nathan Trott frá West Ham United og mun hann berjast um Íslendinginn Rúnar Alex Rúnarsson um markvarðarstöðuna í Kaupmannahöfn. 19.6.2024 13:09
„Markmiðið klárlega að vinna heimsleikana“ Bergrós Björnsdóttir stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands í CrossFit. Hún stefnir langt, ætlar sér að verða atvinnumaður í íþróttinni, og hefur gengið í gegnum viðburðaríka mánuði upp á síðkastið. 19.6.2024 10:00