Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

McGregor sendir frá sér yfir­lýsingu

Írski bar­daga­kappinn Conor McGregor sendi í gær frá sér yfir­lýsingu varðandi ó­vænta at­burða­rás sem varð til þess að blaða­manna­fundi hans og Michael Chandler í Dublin fyrir UFC 303 bar­daga­kvöldið var af­lýst. Yfir­lýsing McGregor svarar engum spurningum, er fremur loðin og eftir sitja margar spurningar.

Fergu­son hafi átt leyni­legan fund í Lundúnum

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir.

Loðin yfir­lýsing UFC á elleftu stundu vekur furðu

Yfir­lýsing UFC-sam­bandsins, þess efnis að ekkert verði af á­ætluðum blaða­manna­fundi bar­daga­kappanna Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin seinna í dag, hefur vakið furðu og á­ætla margir að bar­dagi kappanna, sem fara á fram í Las Vegas seinna í mánuðinum, sé nú í upp­námi.

Freyr þakk­látari fyrir ó­­­trú­­legustu hluti: „Búið að vera erfitt“

Fjarri fjöl­skyldu sinni vann knatt­spyrnu­þjálfarinn Freyr Alexanders­son mikið af­rek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunar­verk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjöl­skyldu sinni.

„Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum“

Kol­beinn Kristins­son, þunga­vigtar­kappi og at­vinnu­maður okkar í hnefa­leikum, á fyrir höndum mikil­vægan bar­daga á sínum tap­lausa at­vinnu­manna­ferli til þessa annað kvöld. Eftir fá­dæma ó­heppni og niður­fellda bar­daga vegna meiðsla er Kol­beinn klár í slaginn á ný. Sigur annað kvöld hefur þá burði að koma at­vinnu­manna­ferli hans á næsta stig.

Þver­tekur fyrir að hafa unnið gegn Óskari

Sancheev Manoharan, fyrr­verandi að­stoðar­þjálfari Óskars Hrafns Þor­valds­sonar hjá norska úr­vals­deildar­fé­laginu Hau­gesund og nú­verandi aðal­þjálfari liðsins, þver­tekur fyrir full­yrðingar Óskars þess efnis að hann hafi verið að vinna gegn honum.

Íslandsmeistarinn Aron er hvergi nærri hættur

Aron Pálmars­son varð á dögunum Ís­lands­meistari í hand­bolta með FH. Tak­mark sem hann stefndi að með upp­eldis­fé­laginu allt frá heim­komu fyrir tíma­bilið nú náð. En FH-ingurinn er ekki saddur. Hann ætlar sér fleiri titla hér á landi og segist ekki skilja um­ræðuna um mögu­leg enda­lok á hans ferli.

Sjá meira