Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Herra Hnetu­smjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi

Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hélt tvenna útgáfutónleika í Gamla Bíói um helgina og fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær. Þrátt fyrir að vera almennt lítið fyrir afmæli tóku áhorfendur sig til og sungu afmælissönginn fyrir hann á laugardagskvöld. 

Sam­talið ó­rjúfan­legur hluti af sköpuninni

„Við spilum fyrst og fremst af kærum sköpunarkrafti,“ segir píanóleikarinn Magnús Jóhann. Hann hefur undanfarin ár unnið að plötu ásamt saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni og hefur sköpunarferlið meðal annars einkennst af góðum samtölum þeirra á milli. Þeir frumsýna hér tónlistarmyndband við lag af plötunni.

„Banna mér al­farið að hugsa um föt sem karla- og kvennaföt“

Tónlistarmaðurinn og dansarinn Torfi Tómasson segir tískuna geta verið ákveðin framlenging af manni sjálfum og hefur gengið í gegnum ýmis konar tísku tímabil. Hann hefur sérstaklega gaman af því að klæða sig upp fyrir sviðið og tengir flíkurnar ekki við afmarkað kyn. Torfi er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Ældi næstum úr stressi á Cannes

Mikael Kaaber hefur verið að leika frá blautu barnsbeini og er óhræddur við krefjandi hliðar starfsins en Svala kærastan hans hefur spilað veigamikið hlutverk í þróun hans sem listamaður. Hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Ljósbrot og segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að dýfa tánum í erfiðar tilfinningar í ferlinu. Blaðamaður ræddi við Mikael.

Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu

Tónlistarmaðurinn Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pje, var orðinn þreyttur á hversdagsleika skrifstofustarfsins var í tilefni af því nýverið að senda frá sér sína fyrstu plötu sem nefnist Dulræn atferlismeðferð.

Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orð­róminn

Tónlistarkonan og nýkrýnda popp prinsessan Charlie XCX hefur sjaldan verið vinsælli og platan hennar Brat var að mati margra stærsta popp plata sumarsins. Hún er því á margra vörum og hafa meðal annars komið upp slúðursagnir að eitt lag af plötunni sé um Taylor Swift. 

Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tíma­ritinu IQ

Plötusnúðurinn og tónleikahaldarinn Snorri Ástráðsson hefur verið að gera góða hluti í tónleikaheiminum að undanförnu. Tónlistartímaritið IQ Magazine valdi hann á 20 undir 30 lista yfir þá sem þykja skara fram úr. Blaðamaður ræddi við Snorra um spennandi vegferð hans.

Sjá meira