Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tískuheimurinn í London setti sterkan svip á stílinn

Samfélagsmiðlastjórinn og laganeminn Hekla Gaja Birgisdóttir segir klæðaburðinn hennar helstu listrænu útrás í mjög praktísku námi en hún varð ástfangin af fjölbreytileika tískunnar þegar hún bjó í London. Hún er með einstakan og öðruvísi stíl, verslar mikið notuð föt og er óhrædd við sterka og áberandi liti. Hekla Gaja er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Dreymir um eigið kanínuathvarf

Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum.

Iceguys dansandi í hand­járnum

Það er mikið um að vera hjá strákasveitinni Iceguys ef marka má Instagram hjá meðlimunum síðastliðna daga. Þar hafa þeir meðal annars gefið til kynna að von sé á nýju efni úr smiðju strákanna 19. júlí næstkomandi. 

Kanónur með list­ræna þrennu á Flat­eyri

Menningarlífið iðar á Vestfjörðum en þrír þekktir myndlistarmenn opna sýningar á verkum sínum á Flateyri næstkomandi laugardag og eru sýningarnar opnar öllum. Listamennirnir eru Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, Hrafnkell Sigurðsson og Kristján Björn Þórðarson.

Erfiðast að flytja til Ís­lands án mömmu sinnar

Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Retro Stefson koma aftur saman

Hljómsveitin Retro Stefson hefur verið starfrækt frá árinu 2006 en þó ekki komið opinberlega fram sem sveit í átta ár. Nú er það að breytast en fréttamaður hitti á nokkra meðlimi sveitarinnar og fékk að heyra frá risastórri tilkynningu. 

„Í smá­vegis veg­ferð að líta á ADHD-ið mitt sem fal­legan hlut“

Söngkonan og fagurkerinn Viktoría Kjartansdóttir er nýflutt heim frá París og vinnur nú við kvikmyndagerð. Hún var að ljúka verkefni sem þriðji aðstoðarleikstjóri í þáttum um Vigdísi Finnbogadóttur sem Vesturport framleiðir. Viktoría er stöðugt á ferðinni og því alltaf með ýmislegt í töskunni sinni en hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

„Klippingin sem frelsaði mig“

„Það ættu öll að prófa það einhverntímann að ögra ríkjandi hugmyndum samfélagsins, hverjum er ekki sama,“ skrifar fjölmiðlakonan og meistaraneminn Chanel Björk sem tók afdrifaríka ákvörðun fyrr í sumar og lét klippa allt hárið af sér. Hún segist ekki alveg hafa áttað sig á því hve áhrifaríkt það yrði. 

„Gat ekki litið í spegil án þess að fara að gráta“

Sasini er nítján ára gömul stúlka sem talar fimm tungumál og langar að eigin sögn að vera fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Síðastliðin ár hefur hún unnið mikið að andlegri og líkamlegri heilsu sinni og er stolt af sinni vegferð. Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 14. ágúst í Gamla bíó.

Sjá meira