Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta er eigin­lega bara enda­laus gleði“

Vitatorgsbandið var í dag heiðrað fyrir störf sín, en bandið spilar vikulega fyrir eldri borgara og þiggur ekki krónu fyrir. Hljómsveitarmeðlimur á tíræðisaldri segir félagsskapinn ómissandi. 

Segir ákvörðunina alfarið hans eigin

„Eftir að hafa verið vakinn og sofinn yfir á þessu verkefni langar mig einfaldlega að breyta til,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem lætur nú af embættinu. Tvö ár eru eftir af skipunartíma Aðalsteins en ákvörðunina segir hann alfarið hans eigin.

Gróður svartur og brenndur eftir vor­lægðirnar

Plöntur sem alla jafna eru orðnar blómstrandi grænar á þessum árstíma eru margar hverjar svartar og brunnar eftir vorlægðirnar. Þá hefur sumarblómasala verði dræm í rokinu en starfsmaður hjá Garðheimum segir fólk seinna á ferðinni en undanfarin ár.

Að­gerðir hafi á­hrif á sumar­nám­skeið barna

Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna.

„Sér­­stakt“ að sitja inni í réttar­­sal með Bry­an Kohberger

Íslensk kona, sem kafað hefur ofan í opinber gögn um stórt morðmál sem átti sér stað í bandarískum háskólabæ í vetur, fékk í vikunni að fara inn í réttarsal þegar hinn grunaði var leiddur fyrir dómara. Hún segir súrrealískt að hafa séð hann og aðstæður með eigin augum eftir að hafa skoðað málið í svo langan tíma.

Sjá meira