Varði aðfangadagskvöldi með ókunnugum strandaglópum í Keflavík „Þetta var ekki alveg aðfangadagurinn sem ég átti von á,“ segir Alexa, bandarísk kona sem ætlaði einungis að millilenda hér á landi í tvo klukkutíma í gær en endaði á því að verja jólunum í Keflavík þar sem flugi hennar til Bandaríkjanna var aflýst vegna veðurs. 25.12.2022 18:50
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fleiri hundruð erlendir ferðamenn eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal og þurftu björgunarsveitir að koma mörgum þeirra til bjargar í gær. Hótelstarfsmaður segir gestina jákvæða en margir þeirra beri ekki nóga virðingu fyrir íslenskri náttúru. 25.12.2022 18:03
Hádegisfréttir Bylgjunnar Óveður verður fyrirferðamikið í hádegisfréttum Bylgjunnar á jóladag. Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25.12.2022 11:43
Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. 25.12.2022 11:26
„Ég er á allra síðustu stundu“ Fjölmenni lagði leið sína í Kringluna í morgun. Sumir keyptu jólagjafir á síðustu stundu en aðrir voru einfaldlega bara á röltinu. Framkvæmdastjóri segir að um tíu þúsund manns heimsæki Kringluna milli klukkan 10 til 13 á aðfangadag. 24.12.2022 14:17
Bjuggust við þrjú hundruð manns í hádegismat Nokkur hundruð manns voru í jólamat hjá Samhjálp nú í hádeginu. Forstöðukona segir að aðsókn hafi aukist á kaffistofuna undanfarið, meðal annars vegna verðlagshækkana. Elísabet Inga kíkti við í morgun þegar jólaundirbúningur stóð sem hæst. 24.12.2022 13:46
Bjó til skautasvell í garðinum Ólöf Dagný Óskarsdóttir bjó til skautasvell í garðinum sem hún segir tilvalið fyrir jólamyndatökurnar. Hún segist vera mikil stemningsmanneskja og hélt stærðarinnar skötuboð fyrr í kvöld. Ólöf Dagný segir svellið hafa vakið mikla lukku. 23.12.2022 21:16
„Maður er afklæddur í forstofunni“ Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag. 23.12.2022 20:31
Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23.12.2022 19:01
Gefur út bók sem hann skrifaði tíu ára gamall Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Strætó gefur nú út bók sem hann skrifaði fyrir tuttugu og fjórum árum - þegar hann var tíu ára. Sagan lá í rykföllnum pappakassa allt þar til nú og er fyrsta bók höfundarins. 18.12.2022 16:01