Ritstjóri

Erla Björg Gunnarsdóttir

Erla Björg er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

For­maður fjár­laga­nefndar fullur efa og uggandi fanga­verðir

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Rætt verður við Ragnar Þór Ingólfsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

Vegaskemmdir skaði fyrir­tæki og bankasamruni

Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum.

Heimir Már, Auður Ösp, Sunna og Elísa­bet til­nefnd til verð­launa

Tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru kynntar í dag og verða verðlaunin veitt að viku liðinni á Kjarvalsstöðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlauna en þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki sem eru fjórir talsins: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. 

„Ég hef grætt á öllum mínum áföllum“

Á síðustu fjórum árum hafa orðið mikil kaflaskil í lífi Silju Aðalsteinsdóttur. Lífsförunauturinn, Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor, féll frá og hún braut upp hálfrar aldrar heimili þeirra í kjölfar fótbrots. En Silja segir áföll alltaf hafa farið á besta veg í lífi sínu. Óvænta óléttan sem kom í veg fyrir myndlistarnám í París, ferðalagið austur á land sem varð til þess að hún kynntist líffræðilegri fjölskyldu sinni og litla stúlkubarnið sem eiginmaðurinn eignaðist utan hjónabands en hefur aldrei verið annað en gæfuljós í lífi Silju.

Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi

Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi.

Mikið þarf að gerast á undan Torfa­jökuls­gosi

Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta.

Sjá meira