Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Til­raun með basa í Hval­firði ekki sögð hættu­leg líf­ríki

Magn basa sem félagið Röst vill losa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka kolefnisbindingu sjávar er ekki hættuleg lífríki og er minna en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa út í sjó að staðaldri, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Sérfræðingur Hafró segir erfitt að sjá að tilraunin valdi skaða á firðinum.

Brynjar Níels­son talinn hæfastur til að verða dómari

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara telur að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé hæfastur umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson er talinn hæfastur sem dómari við Héraðsdóm Reykjaness.

Fyrsti full­trúi Ís­lands á minningar­at­höfninni í Auschwitz

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var fyrsti fulltrúi íslenskra stjórnvalda til þess að sækja alþjóðlega athöfn til minningar um fórnarlömb helfararinnar í Auschwitz. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýndi forsætisráðherra harðlega fyrir að sækja ekki minningarathöfnina, einn norrænna leiðtoga.

Kol­efnis­förgunar­stöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið.

Morð á kóran­brennu­manni gæti tengst er­lendu ríki

Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að mögulegt sé að erlent ríki hafi komið nálægt morði á írökskum flóttamanni sem vakti athygli fyrir að brenna trúarrit múslima á miðvikudag. Fimm menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins.

Vil­hjálmur stýrir stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd Al­þingis

Samkomulag hefur náðst á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Fyrrverandi dómsmálaráðherra verður varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.

Sjá meira