Fréttamaður

Lillý Valgerður Pétursdóttir

Lillý er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­breytt á­stand kemur ekki til greina

Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar.

Erfitt að flytja tíma­bundið heim í tóm hús

Grindvíkingar, sem ætla að búa í bænum í sumar segja tilraunaverkefni um búsetu þar jákvætt. Mörgum gæti þó reynst erfitt að snúa aftur vegna töluverðar óvissu og kostnaðar, þar sem margir þyrftu þá að reka tvö heimili.

Óheillaskref að á­fengi sé selt á vellinum

Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið.

„Al­gjört þjófstart á sumrinu“

Gestum á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum hefur fjölgað í vikunni og búist við fleiri bætist við um helgina þegar hitinn gæti farið í allt að tuttugu og fimm stig. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir einstaka veðurblíðu hafa verið á svæðinu undanfarið.

Efla eftir­lit með á­fengis­sölu á íþróttaleikjum

Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum.

Slær bjartari tón þegar kemur að verð­bólgunni

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er bjartsýnn á að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist um mitt næsta ár og að hagvöxtur taki við sér á næstunni. Aukin spenna í milliríkjaviðskiptum geti þó bitnað á Íslandi.

Ný trygginga­vernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband

Málum þar sem fjárhagslegu ofbeldi er beitt í nánum samböndum fer fjölgandi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir það geta verið ótrúlega flókið að komast úr slíkum samböndum. Hún vonar að nýjar bætur muni hjálpa til í baráttunni gegn ofbeldi.

Sjá meira