Lægð nálgast landið úr suðvestri Lægð nálgast landið úr suðvestri nú í morgunsárið. Það gengur í austan- og suðaustankalda með rigningu sunnanlands, en dregur úr vindi síðdegis. Yfirleitt hægari og bjart með köflum fyrir norðan, en dálítil væta seinnipartinn. 14.8.2024 07:13
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13.8.2024 11:57
Sex sóttu um embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Sex sóttu um embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar. Meðal umsækjenda eru settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar, líftæknir og forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi. Hæfnisnefnd fer yfir umsóknirnar. 13.8.2024 11:31
Einn fluttur á slysadeild eftir bruna á Amtmannsstíg Einn var fluttur á slysadeild vegna bruna í húsi á Amtmannsstíg 6. Allt tiltækt lið slökkviliðs er á vettvangi en búið er að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta. 13.8.2024 08:35
„Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast“ Lára Guðrún Sigurðardóttir læknir segir sárvanta meira fjármagn til að koma í veg fyrir neyslu nikótíns. Neysla á nikótínpúðum og rafsígarettum hafi aukist síðustu ár. 13.8.2024 08:21
Lægð við austurströnd en allt að 18 stig norðaustantil Lægð er nú stödd við austurströnd landsins og þokast norður á bóginn. Þá snýst smám saman í suðvestangolu og dregur úr úrkomu. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að skýjað verði í dag og víða dálítil væta af og til, milt veður. 13.8.2024 07:12
Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu. 12.8.2024 13:28
Enn óljóst hvaðan falsboðið um ferðamennina kom Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það enn til rannsóknar hjá embættinu hvaðan tilkynningin kom um týndu ferðamennina í Kerlingarfjöllum í síðustu viku. Umfangsmikil leit fór fram að tveimur ferðamönnum en eftir um tveggja daga leit tilkynnti lögregla að um gabb hefði verið að ræða og frestaði leitinni. 12.8.2024 11:35
Matsferillinn sé svar við gagnrýni á samræmd próf Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, segir matsferilinn töluvert víðara fyrirbæri en samræmd próf. Hún skilji gagnrýni á að það taki tíma að búa hann til en að baki hvers matsferils sé mikil vinna. 12.8.2024 10:02
Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12.8.2024 08:57