Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Edda María Birgisdóttir hefur verið ráðin til að leiða nýja, stafræna markaðsþjónustu vefstofunnar Vettvangs. Edda María starfaði áður hjá frá Ístex hf. sem viðskiptastjóri og sá um markaðsmál og dótturfyrirtækið, Lopidraumur. 25.9.2025 19:05
Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. 25.9.2025 18:41
Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Hálfíslenski karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 63 ára konu í Akalla í Stokkhólmi í Svíþjóð í október heitir Guðmundur Mogensen. Hann breytti nafninu sínu í Johan Svensson fyrir réttarhöldin sem hófust í vikunni. Á vef sænska miðilsins Expressen segir að hann hafi játað morðið og að hann sé miður sín yfir því sem gerðist. 23.9.2025 23:43
Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir drónaflugin í Kaupmannahöfn og Osló óþægileg fyrir stjórnvöld og flugrekstur, og hættulegt, en enn sé ekki hægt að slá neinu föstu um hvað búi að baki. Hann segir það mikilvægasta við þessi atvik að nú sé vitað hversu auðvelt sé að valda mikilli röskun og það þurfi að bregðast við því. 23.9.2025 23:31
Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Tæp 68 prósent barna í 2. bekk í Reykjavík búa yfir aldurssvarandi hæfni í lestri. Það er niðurstaða Lesmáls 2025, prófs sem metur lestur, lesskilning og réttritun hjá nemendum í 2. bekk. Fjórðungur þátttakenda náði árangri á bilinu 31 til 60 prósent, eða alls 322 nemendur. Þá eru tæp sjö prósent sem náðu 0 til 30 prósent árangri. 23.9.2025 22:48
O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama O (Hringur), með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki, var að hljóta aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama. Í úrskurði dómnefndar segir að myndin hafi heillað strax frá upphafi og að myndin afhjúpi flókinn veruleika fíknar. Rúnar Rúnarssonar er leikstjóri myndarinnar og framleiðandi er Heather Millard. 23.9.2025 22:38
Bílslys í Laugardal Slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna bílslyss í Laugardalnum. 23.9.2025 21:55
SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, segir samtökin ekki muna þurfa að greiða dagsektir. Samtökin muni afhenda Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem þau vilja. 23.9.2025 20:46
Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23.9.2025 19:23
Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Ryan Routh hefur verið fundinn sekur um að reyna að myrða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á golfvelli í Palm Beach í fyrra. Routh, sem er 59 ára, var handtekinn í fyrra eftir að riffill sást í gegnum runna á golfvelli Trump í Flórída í september í fyrra. 23.9.2025 19:08