Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnaði nýtt sendiráð Íslands á Spáni í Madríd í dag. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að undirbúningur að stofnun sendiráðsins hafi staðið frá því að Alþingi ákvað við afgreiðslu fjárlaga á síðasta ári að opnað yrði sendiráð á Spáni árið 2025. Kristján Andri Stefánsson er sendiherra Íslands á Spáni. 1.12.2025 15:46
Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Landspítalinn hefur samþykkt nýja tungumálastefnu þar sem gert er ráð fyrir að allt starfsfólk spítalans hafi einhverja færni í íslensku. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV í gær. Þar kom fram að fyrst verði þessar kröfur gerðar til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérnámslækna. Samkvæmt stefnunni verður íslenskukunnátta nú eitt skilyrða fyrir því að færast á milli starfslýsinga. 1.12.2025 14:35
Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóva, hvetur fólk til að fara yfir eldvarnir, og sérstaklega reykskynjara, í dag á Degi reykskynjarans. Samkvæmt könnun HMS eru fjögur prósent heimila ekki með uppsetta reykskynjara. Hrefna segir að í desember skapist aukin brunahætta vegna ljósasería og kerta á krönsum í kringum aðventuna. 1.12.2025 11:05
Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. 1.12.2025 09:15
Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Gary Barker, stofnandi samtakanna Equimundo Center for Masculinities and Social Justice, er ánægður að fleiri karlmenn og strákar taki þátt í samtalinu um jafnrétti en segist á sama tíma hafa áhyggjur af því að skoðanir ungra manna og drengja séu ekki jafn frjálslyndar og feðra þeirra. Það sé áskorun en hún sé ekki óyfirstíganleg. 30.11.2025 09:23
Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Bæjarins bestu opnuðu nýjan pylsusölustað við Faxaflatir á Hellu í dag. Veitingastaðurinn er sá þrettándi sem Bæjarins bestu opna og verður opinn frá 10 til 22 alla daga. Matseðillinn verður hefðbundinn: ein með öllu. 29.11.2025 16:03
Vilja veita fólki sem upplifir áfall í fæðingu betri þjónustu Forstöðumaður fræðasviðs fæðinga- og kvensjúkdómalækninga á Landspítalanum og Háskóla Íslands segir fréttir og umræðu um óstuddar fæðingar eða fæðingar án fagfólks, freebirth á ensku, hafa skapað mikla umræðu meðal fagfólks um hvernig megi bæta þjónustu. 29.11.2025 07:31
Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt nöfnin Rick, Raven, Enora, Carlo, Flóres, Jörvaldi, Ian, Mannsi, Amaram, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma. Þá er búið að samþykkja föður- og móðurkenningarnar Maríusson, Maríusdóttir, Margrétardóttir og Mikaelsdóttir. Úrskurðirnir voru birtir í vikunni á vef stjórnarráðsins. 28.11.2025 11:57
Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Forsætisráðherra skipaði í vikunni stýrihóp innan Stjórnarráðsins til að samhæfa og samræma undirbúning fyrir almyrkva 12. ágúst 2026. Með stýrihópnum mun starfa aðgerðahópur undir forystu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og mun dómsmálaráðherra skipa þann hóp. Fram kemur í svarinu að þörf sé á að tryggja að verkefnastjóri verði til starfa hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en að ekki sé til fjármagn fyrir því innan dómsmálaráðuneytisins. 28.11.2025 10:05
Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Ingibjörg Jóhannsdóttir starfar sem djákni á Austfjörðum en hefur verið vígð sem prestur í Noregi. Hún gagnrýnir að hún geti ekki starfað sem prestur á Íslandi. Norskur prestur, sem hefði farið sömu leið og hún í menntun, fengi að vinna sem prestur á Íslandi. Ingibjörg og eiginmaður hennar, sem einnig er prestur, telja að þörf sé á að endurskoða hæfniskröfur til presta á Íslandi. 28.11.2025 06:33