Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa í úrskurði sínum í dag. Þar er Samskipum gert að greiða 2,3 milljarða króna í ríkissjóð og 100 milljón króna sekt fyrir að brjóta gegn upplýsingaskyldu. 19.3.2025 20:00
Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Héraðsdómur Suðurlands féllst síðdegis á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi að úrskurða þrjá í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við manndrápsmálið í Gufunesi. Gæsluvarðhald var framlengt yfir tveimur karlmönnum í fjórar vikur og yfir einni konu í viku. 19.3.2025 18:16
Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Um hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð vegna umsáturseineltis í fyrra og 160 vegna stafræns ofbeldis. Verkefnastýra hjá Bjarkarhlíð segir að með aukinni tæknivæðingu hafi ofbeldismönnum opnast mun fleiri gáttir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19.3.2025 18:02
Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Norska tæknifyrirtækið 1X Technologies hefur hleypt af stokkunum frumgerð af vélmenninu NEO sem ætlað er að auðvelda fólki heimilisstörfin. 18.3.2025 23:58
Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Eldur kviknaði í olíu í rafmagnsinntaki í álveri Norðuráls á Grundartanga. Rýma þurfti kerskála álversins og kalla slökkvilið á vettvang. Eldurinn var lítill og urðu engin slys á fólki. Verið að keyra álverið aftur upp í fullan styrk en það varð alveg rafmagnslaust. 18.3.2025 23:22
„Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu segir undirbúning Samgöngusáttmála taka langan tíma því verið sé að plana hann vel. Ábati af Samgöngusáttmálanum á næstu fimmtíu árum sé 1.100 milljarðar og góðar almenningssamgöngur séu eina raunhæfa lausnin við vexti bílaumferðar. 18.3.2025 22:47
Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Bandaríski grínistinn Tracy Morgan, sem þurfti að flytja í hjólastól af leik New York Knicks og Miami Heat eftir að hann ældi á völlinn í gær, segist hafa veikst af matareitrun. 18.3.2025 19:51
Happy Gilmore snýr aftur Happy Gilmore snýr aftur á golfvöllinn eftir tæplega þrjátíu ára fjarveru þann 25. júlí þegar framhald sígildu golfgrínmyndarinnar kemur út á Netflix. Ný stikla úr myndinni var frumsýnd í dag. 18.3.2025 18:38
Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18.3.2025 18:17
Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Einn af hverjum fimm Íslendingum eru með einhverja heyrnarskerðingu og er reiknað með að eftir fimm ár muni 35 þúsund Íslendinga þurfa á heyrnarþjónustu að halda. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um skipulag heyrnarþjónustu til framtíðar. 17.3.2025 16:12