Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar segjum við frá glænýrri könnun Maskínu sem sýnir breytt viðhorf Íslendinga til hvalveiða og ræðum við almannatengil um niðurstöðurnar. Hann segir hvalveiðar orðið mun pólitískara mál en áður. 1.6.2023 11:30
Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi forrystufólks BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1.6.2023 06:25
Norður-Kóreumönnum mistókst að koma gervihnetti út í geim Tilraun stjórnvalda í Norður-Kóreu til að koma njósnagervihnetti á loft fóru út um þúfur í nótt. Honum var skotið upp með eldflaug en njósnagervihnötturinn lenti að endingu í hafinu. 31.5.2023 07:00
Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31.5.2023 06:29
„Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26.5.2023 13:21
Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25.5.2023 14:17
Vilja sérstaka umræðu um efnahagsmál á þingi sem fyrst Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að haldin verði sérstök umræða um efnahagsmál sem fyrst í ljósi enn einnar stýrivaxtahækkunar peningastefnunefndar Seðlabankans. Meginvextir bankans standa nú í 8,75% og verðbólga mældist 9,9% í apríl. 24.5.2023 15:51
Spyr hvers vegna seðlabankastjóra sé leyft að grafa undan lífskjörum lágtekjufólks Formaður Eflingar segir ríkisstjórnina ekki gera neitt til að draga úr neyslu hátekjufólks og segir hana eftirláta Seðlabankanum að grafa undan lífskjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Sá hópur standi berskjaldaður gagnvart flæðandi „verðbólgu- og vaxtahrauni“. 24.5.2023 12:51
Þýskur saksóknari segir leitina tengjast ábendingum um hvarf McCann Christian Wolter, þýskur saksóknari, segir að þýska lögreglan hafi tekið ákvörðun um að leita í og við uppistöðulón í Portúgal eftir að hafa fengið tilteknar ábendingar, eins og Wolter komst að orði. Leitin tengist hvarfi Madeleine McCann. 23.5.2023 17:06
Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23.5.2023 15:33
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent