„Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Þriggja hæða hús á Skólavörðustíg sem lýst er sem mjög fallegu og með fullfrágenginni lóð er falt fyrir 88 milljónir króna. Myndir af húsinu bera þó með sér að nokkuð þurfi að taka til hendinni. 25.9.2025 23:36
Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Kona sem hlaut alvarlegt höfuðhögg í matarboði og missti hæfileikann til að geta lesið lýsir mikilli skömm í kjölfarið. Hún segist hafa leynt stöðu mála fyrir vinum og vinnufélögum og lýsir úrræða-og áhugaleysi í heilbrigðiskerfinu, þar sem heimilislæknir sagði henni meðal annars að taka D-vítamín. 25.9.2025 23:35
Lægð sem valdi meiri usla Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig. 25.9.2025 20:34
Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa boðað til aukaþings í nóvember. Þar verður framtíð Ísraela í Eurovision söngvakeppninni á næsta ári ákveðin og boðað til atkvæðagreiðslu meðal allra aðildarþjóða að EBU. 25.9.2025 18:28
Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25.9.2025 17:02
Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Dönsk lögregluyfirvöld hafa í kvöld fengið ábendingar um drónaflug nærri þremur flugvöllum til viðbótar við flugvöllinn í Álaborg sem lokað var fyrr í kvöld. Um er að ræða flugvelli við Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup. Allir eru þeir á Jótlandi. 24.9.2025 23:43
Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Flugvellinum í Álaborg á Jótlandi í Danmörku hefur verið lokað vegna drónaflugs. Einungis tveir dagar eru síðan Kastrup flugvelli og Gardenmoen flugvelli í Osló var lokað vegna slíks flugs. Danska lögreglan segist ekki telja að drónarnir séu í einkaeigu. 24.9.2025 21:55
Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Stjörnuparið heimskunna söngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eru búin að eignast sitt þriðja barn. Um er að ræða stelpu sem er þegar komin með nafn. 24.9.2025 21:31
Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Formaður félags kynjafræðikennara hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins um að í kynjafræði felist innræting hugmyndafræði. Mynd af þingmanninum úr skólastofu sýni að kynjafræðikennarar nýti dæmi úr veruleikanum. 24.9.2025 20:55
Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Krabbameinslæknir segir að full ástæða sé til að fylgja eftir rannsóknum bandarískra krabbameinslækna á tengslum svokallaðra ofurhlaupa líkt og bakgarðshlaupa við ristilkrabbamein. Mikilvægt sé að muna að hreyfing dragi úr áhættu á krabbameini. 24.9.2025 18:08