Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Leikstjóri kvikmyndar um Laugavegshlaupið segir það hafa verið gríðarlega krefjandi verkefni að fylgja eftir tveimur hlaupurum fyrir myndina. Hlaupið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig, hvorki fyrir hlauparana né tökulið. Myndin er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Hlaupararnir segjast hafa gefið tökuliði lítinn gaum, enda hlaupið nógu krefjandi fyrir. 16.10.2024 09:02
Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks aðalleikarar kvikmyndarinnar Ljósvíkingar segjast muna það vel þegar þau hittust í fyrsta sinn við tökur á myndinni á Ísafirði. Björn hélt einkatónleika fyrir Örnu í sjoppu og segist fullviss um að þetta hafi verið augnablikið sem hann hafi náð henni á sitt band. 15.10.2024 16:40
Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Framkvæmdastjóri Bíó Paradísar segist ekki muna eftir viðlíka viðbrögðum gesta kvikmyndahússins og við bandarísku bíómyndinni The Substance með Demi Moore í aðalhlutverki. Hún segir þó nokkra gesti hafa fallið í yfirlið yfir myndinni og þá séu dæmi um að fólk kasti upp en vegna þessa hefur starfsfólk tekið upp sérstaka verkferla svo hægt sé að koma gestum kvikmyndahússins til aðstoðar. 15.10.2024 11:19
Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14.10.2024 14:31
Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Asifa Majid, sálfræðingur, málfræðingur og prófessor í hugrænum vísindum við Oxford-háskóla, er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2024. Rektor Háskóla Íslands og fulltrúi menningar- og viðskiptaráðherra munu afhenda Majid verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 22. október næstkomandi og mun Majid flytja erindi af því tilefni. 14.10.2024 11:21
„Lífsstíllinn er að drepa okkur“ Númi Snær Katrínarson, þrautreyndur þjálfari og rekstrarmaður, segist hafa fengið menningarsjokk þegar hann kom aftur til Íslands eftir að hafa dvalið mánuðum saman í frumskógum Costa Rica með fjölskyldu sinni. 14.10.2024 10:42
Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Torfi Frans Ólafsson er listrænn stjórnandi hjá Microsoft þar sem hann hefur starfað undanfarin ár. Hann hefur í nógu að snúast og stýrir ýmsum verkefnum fyrir Microsoft og Mojang framleiðanda Minecraft en þessa dagana ber þar einna hæst Minecraft myndin sem væntanleg er í kvikmyndahús á næsta ári. Torfi hefur unnið náið með leikstjóra myndarinnar að því að koma veröld hins heimsfræga tölvuleikjar á hvíta tjaldið. 12.10.2024 07:02
Forsetahjónin létu sig ekki vanta og eltu veðrið Mikið var um dýrðir þegar Þjóðleikhúsið frumsýndi bráðfyndna útilegufarsann Eltum veðrið síðastliðið föstudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru sjálf forsetahjónin. 10.10.2024 14:00
Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Sigurgeirsson framleiðandi eignuðust dreng á dögunum. Parið deilir gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum. 10.10.2024 08:53
Sturlað augnablik þegar afmælisbarnið endaði uppi á borði „Þessi dagur var í alla staði fullkominn. Gullfallegt veðrið gaf tóninn fyrir því sem varð að frábærri afmælisveislu,“ segir þúsundþjalasmiðurinn, handritshöfundurinn, hugmyndasmiðurinn og fyrrverandi útvarpsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal sem fagnaði um helgina stórafmæli sínu þegar hann varð fimmtíu ára. 9.10.2024 14:29