Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. 24.7.2024 13:41
Lýsa yfir hættustigi Hættustigi verður lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Hættumat Veðurstofu Íslands verður uppfært í gær en kvika heldur áfram að safnast undir Svartsengi og búist er við kvikuhlaupi eða eldgosi á næstunni. 24.7.2024 13:25
Arnar Þór íhugar að stofna stjórnmálaflokk Arnar Þór Jónsson, lögmaður og forsetaframbjóðandi, íhugar að stofna stjórnmálaflokk. Hann segir stjórnarflokkana orðna viðskila við hugsjónir sínar og að þörf sé á heilindum í íslenskum stjórnmálum. 24.7.2024 12:09
Hraunflæði það hratt að ekki yrði hlaupið undan því Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að komi til goss á byggðu svæði geti hraunflæðið verið það hratt að ekki sé hægt að hlaupa undan því. Þó telji hann mjög ólíklegt að gjósi innan bæjarmarka Grindavíkur. 24.7.2024 10:26
Slapp með skrámur eftir veltu á Reykjanesbraut Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi. 23.7.2024 16:05
Gekk fram á sofandi ferðamann á heilsugæslunni Við Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal blasti óvænt sjón á morgungöngu sinni í dag. Við inngang heilsugæslustöðvarinnar lá eins manns tjald og í því sofandi ferðamaður. 23.7.2024 15:15
Hlutfall nýnema sem útskrifast aldrei verið hærra Brautskráningarhlutfall nýnema í framhaldsskólum hefur ekki mælst hærra hér á landi og hefur vaxið stöðugt síðan árið 1995, eins langt og tölur Hagstofunnar ná. Það er, hlutfall þeirra nýnema sem hefur útskrifast fjórum árum eftir upphaf skólagöngu. 23.7.2024 14:41
Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23.7.2024 14:29
„Mér líður eins og þeir hafi kúkað á leiðið“ Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur vann stórfellt skemmdarverk á leiði foreldra Brynhildar Bergþórsdóttur að hennar sögn. Blóðberg sem prýddi leiðið var slitið upp og svört möl sett í staðinn án þess að samráð væri haft við aðstandendur. 23.7.2024 12:20
Margt enn á huldu um sprenginguna á flugvellinum Rannsókn á lítilli sprengju sem sprakk á Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn síðastliðinn heldur áfram og málið er enn óupplýst. Ekki er vitað með hvaða tilgangi sprengjunni var komið fyrir né hver beri ábyrgð á henni. 23.7.2024 10:57