Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lands­net skuldar Lands­virkjun 2,4 milljarða

Landsnet skuldar Landsvirkjun 2,4 milljarða króna sem greiddar voru í svokallað aflgjald af framleiðendum raforku. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að innheimta Landsnets á téðu gjaldi væri ólögmæt.

Narendra Modi lýsir yfir sigri á Ind­landi

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum þar í landi þrátt fyrir mikið fylgistap milli kosninga. Flokkur hans, Bharatiya Janata, hefur unnið hreinan meirihluta á Lok Sabha, neðri deild indverska þingsins, síðustu tvær kosningar.

Guðni og Halla fagna saman

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Halla Tómasdóttir verðandi forseti mættust í stúkunni á leik Íslands og Austurríkis í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram á Laugardalsvelli.

Halla hefði unnið án taktískra at­kvæða

Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað.

Líkfundur í Þórs­mörk

Vegfarendur í Þórsmörk gengu fram á látinn mann í gærkvöldi. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið en ekki er grunur um að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.

Aðild Péturs Jökuls ó­skýr að sögn dómara

Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum.

Lokun ungmennahúss blaut tuska í and­lit hafn­firskra ung­menna

Á miðvikudaginn síðastliðinn var samþykkt á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar að leggja niður starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. Óskar Steinn Ómarsson starfsmaður Hamarsins segir vinnubrögð bæjaryfirvalda í málinu bæði óvönduð og ólýðræðisleg.

Sjá meira