Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segist opinn fyrir nýjum viðræðum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Með þeim skilyrðum að Bandaríkjamenn hætti að krefjast þess að Kim láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Það segist hann aldrei ætla að gera. 22.9.2025 12:18
Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur fest kaup á sænska fyrirtækinu IT-Säkerhetsbolaget, sem sagt er eitt traustasta netöryggisfyrirtæki Svíþjóðar. Kaupin eiga að styðja við vöxt Syndis og aukna eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins á Norðurlöndum. 22.9.2025 11:13
„Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Margir af áhrifamestu mönnum Bandaríkjanna komu saman á minningarathöfn Charlies Kirk, áhrifamikils áhrifavalds á hægri væng stjórnmála Bandaríkjanna, í Arizona í gær. Donald Trump, forseti, lokaði athöfninni með um 45 mínútna ávarpi en þar áður höfðu margir úr ríkisstjórn hans haldið ávörp en athöfnin stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir og mættu tugir þúsunda manna. 22.9.2025 10:47
Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Borderlandsleikirnir hafa um árabil notið góðs orðspors meðal fjölspilunarleikja fyrir að vera skemmtilegir skot og hasarleikir þar sem allt er á yfirsnúningi og fyndnir en misfyndnir þó. Fjórði leikurinn er þar engin undantekning 21.9.2025 13:02
Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins. 19.9.2025 14:52
Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19.9.2025 14:20
Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Kanadamenn eru að fjarlægja sig verulega frá nágrönnum sínum í Bandaríkjunum. Þeir kaupa mun minna af vörum þaðan, ferðast lítið sem ekkert til Bandaríkjanna og neyta mun minna af bandarískum menningarafurðum. 19.9.2025 13:10
Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. 19.9.2025 10:09
Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18.9.2025 15:56
Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Saksóknarar í Litháen segjast hafa svipt hulunni af hópi manna tengdum Rússlandi sem skipulagt hafi og framkvæmt íkveikjuárásir víðsvegar um Evrópu. Einhverjir mannanna hafa verið handteknir en þeir eru meðal annars grunaðir um að senda eldsprengjur um borð í flugvélar DHL á vegum Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). 18.9.2025 14:09