Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­dýr kvöld­matur að hætti Lindu Ben

Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir útbjó ódýran og ljúffengan kvöldverð sem ætti að hitta í mark hjá flestum aldurshópum. Hvernig hljómar klassíkur grjónagrautur og litríkt túnfisksalat á köldum vetrardegi? Uppskriftina deildi hún með fylgjendum sínum á Instagram og á vefsíðunni Lindaben.is

Selur tvær í­búðir í fal­legu húsi í mið­bænum

Thor holding, félag í eigu Bergþórs Baldvinssonar framkvæmdastjóra Nesfisks, hefur auglýst tvær eignir í sama húsi í miðborg Reykjavíkur til sölu. Mögulegt er að sameina íbúðirnar í eina stærri eign sem telur 196 fermetra samtals.

Ás­laug Arna og KFC á þorra­blóti Aftur­eldingar

Mikil gleði var á þorrablóti Aftureldingar sem var haldið í íþróttahúsinu að Varmá síðastliðið laugardagskvöld. Um eitt þúsund Mosfellingar komu saman og blótuðu þorrann, en um er að ræða þeirra fjölmennasta þorrablót hingað til.

Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bónda­dagurinn

Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi janúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á bændur í lífi þeirra í tilefni dagsins. Þá slettu fjölmargir úr klaufunum á þorrablóti á meðan aðrir böðuðu sig í sólinni á erlendri grundu.

Fann ástina og setur í­búðina á sölu

Athafnakonan Kittý Johansen hefur sett íbúð sína við Hallakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 117 fermetra eign í þriggja hæða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 89,9 milljónir.

Brilljant hug­myndir fyrir bóndadaginn

Bóndadagurinn er á morgun, föstudaginn 24. janúar og nú er heldur betur stutt í hann. Á þessum degi er hefð fyrir því að gleðja og dekra við bóndann á heimilinu með einum eða öðrum hætti. Hér að neðan finnur þú hugmyndir að notalegum samverustundum og sem ættu að gleðja ást­ina þína, það er ekki seinna vænna að fara að velta þessu fyrir sér! 

Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna

Hundar tónlistarmannanna og bræðranna Friðriks Dórs Jónssonar og Jóns Jónssonar, sem bættust við fjölskyldur þeirra um jólin, hafa verið nefndir Nóra og Prins. Hundarnir eru báðir af tegundinni Havanese, sem hefur verið mjög vinsæl meðal fjölskyldufólks hér á landi á síðustu árum.

Bleikur draumur í Hafnar­firði

Innst inni í botnlangagötu við Stuðlaberg í Hafnarfirði er að finna reisulegt parhús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1990 en hefur fengið sjarmerandi endurbætur á undanförnum árum. 

Sjá meira