Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stefnir á sigur í stærstu kokka­keppni heims

Íslenskur kokkur stefnir á fyrsta sæti í stærstu kokkakeppni heims sem fer fram í Frakklandi árið 2027. Undirbúningurinn hefst strax í dag þó að eitt og hálft ár sé til stefnu. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eldhús kappans. 

Stýrivextir lík­legast ekki lækkaðir aftur á þessu ári

Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári.

„Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“

Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. 

Vonast til að hefja slátrun árið 2028

Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins.

Lúsmý um allt land en bit­mýið einnig á­rásar­gjarnt

Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er.

„Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“

Maður sem lék sér á sjóbretti í gær segist ekki hafa orðið skelkaður þegar hann var skyndilega umkringdur níu háhyrningum. Hann og háhyrningarnir séu orðnir góðir félagar eftir fjölmarga klukkutíma úti á sjó. 

Harmar á­kvörðun Guð­mundar

Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harmar ákvörðunar Guðmundar Kristjánssonar að láta af formennsku. Hann segir klofning ekki vera til staðar innan SFS þrátt fyrir að Guðmundur í Brim hafi sagt á mánudag að áherslur hans sem formaður fengu engan stuðning hjá stjórn SFS.

Segir stefna í menningar­slys á Birkimel

Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna áform Reykjavíkur og lýsa blokk sem stendur til að byggja í Vesturbæ sem aðskotahlut. Arkitekt á svæðinu segir að um menningarslys sé að ræða.

Sjá meira