Fréttir

Fréttamynd

Braust inn til barnsmóður sinnar

Ríkissaksóknari hefur ákært fyrir Héraðsdómi Reykjaness rúmlega fertugan karlmann fyrir húsbrot, líkamsárás, eignaspjöll og fleiri brot.

Innlent
Fréttamynd

ESB: Ábyrgjast allt að fjórðungi láns

Íslenskir bankar hafa ekki enn sýnt áhuga á áætlun Evrópusambandsins (ESB) þar sem boðin er trygging á hluta lántöku smærri og meðalstórra fyrirtækja. Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun sambandsins er til umræðu á ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík í dag. Smá og meðalstór fyrirtæki teljast þau sem eru með minna en 250 starfsmenn og velta innan við 50 milljónum evra (rúmum 7,7 milljörðum króna).

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Prófmál fyrir fræga fólkið

Beckham-hjónin eru ógnarstórt fyrirtæki sem byggir á fjölskylduímynd. Frétt In Touch um framhjáhald eiginmannsins er því mætt af fullri hörku.

Lífið
Fréttamynd

Sýning fyrir luktum dyrum

Hæstiréttur hefur dæmt að þinghald skuli lokað meðan fram fer í dómsal sýning á myndbandsupptökum af konu, sem sýna hana nakta og í verulegu uppnámi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað að allt þinghaldið skyldi fara fram fyrir luktum dyrum.

Innlent
Fréttamynd

Sláturtíðað hefjast

Dagana 29. september til 3. október halda Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík (S.L.Á.T.U.R.) hina árlegu tónlistarhátíð, Sláturtíð, í annað sinn. Um er að ræða hátíð fulla af ágengri, tilraunakenndri og uppátækjasamri tónlist sem margir bendla við framúrstefnu, hliðarstefnu eða jaðarstefnu.

Lífið
Fréttamynd

Geir hafði allar upplýsingar

„Ég lagði þetta mál alfarið upp eftir eigin forsendum og til að byrja með reyndi ég að skoða hvort það væri yfir höfuð tilefni til að ákæra. Niðurstaða mín var sú að það væri mjög mismunandi eftir því hvaða ráðherra átti í hlut. Í fyrsta lagi aðgangur þeirra að upplýsingum; höfðu þeir nægilegar upplýsingar um þær hættur sem steðjuðu að samfélaginu. Í öðru lagi hvort þau höfðu pólitíska stöðu til að grípa inn í. Síðast hvort þeir hefðu völd til að grípa til aðgerða,“ segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem segir jafnframt að í öllum tilvikum hafi þetta átt við um Geir H. Haarde.

Innlent
Fréttamynd

Peningarnir leita á fasteignamarkað

Gert er ráð fyrir að fasteignamarkaður standi í stað í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka. „Hann gæti þó tekið við sér fyrr en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildarinnar. Þar segir hann gæta áhrifa þess hversu mikið magn peninga sé í umferð í bankakerfinu án þess að vænlegir fjárfestingarkostir séu í boði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HB Grandi að ljúka veiðum

Vertíðarlok á norsk-íslenskri síld og makríl eru skammt undan. Um svipað leyti í fyrra var síldveiðin að fjara út innan íslenskrar lögsögu en veiðar voru þá stundaðar áfram um skeið í síldarsmugunni og síðan innan norskrar lögsögu.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptavinir reikni út kjötverðið sjálfir

„Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta."

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verður að boða til kosninga

„Þetta er ömurleg niðurstaða. Það eina sem var ákveðið hér í dag er að hrunið verður ekki gert upp pólitískt. Það er hér pólitísk yfirstétt sem sló skjaldborg um sjálfa sig. Skjaldborgin hélt í þremur tilfellum af fjórum," segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstaðan vond í alla staði

„Þetta er pólitísk niðurstaða. Það er að segja að það voru pólitísk undirmál sem réðu niðurstöðu þessa máls,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að skipta landsvæðum

Avigdor Lieberman, varaforsætisráðherra og utan-ríkisráðherra Ísraels, segir áratugi geta liðið áður en friðarsamningar takast við Palestínumenn.

Erlent
Fréttamynd

Völdin innan fjölskyldunnar

Ljóst þykir að Kim Jong Un taki við af föður sínum, Kim Jong Il, sem leiðtogi Norður-Kóreu þegar fram líða stundir. Varla gerist það þó fyrr en faðirinn fellur frá, en heilsu hans hefur hrakað á allra síðustu árum.

Erlent
Fréttamynd

Segir trúnaðarbrest skýra brottrekstur

Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur rekið Júrí Luzhkov, borgarstjóra Moskvu. Medvedev sagði trúnaðarbrest vera skýringuna á brottrekstrinum. Brottreksturinn er sagður hafa legið lengi í loftinu, en Luzhkov þáði ekki boð um að segja af sér sjálfur.

Erlent
Fréttamynd

Flestir vilja ljúka viðræðum og kjósa

Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja frekar að aðlidarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og málið lagt í dóm þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fimmti hver piltur tekur tóbak í vörina

Sprenging hefur orðið í sölu neftóbaks hér á landi síðustu ár. Samkvæmt sölutölum ÁTVR seldust í fyrra 23,8 tonn af neftóbaki, sem er rúm tvöföldun frá árinu 2003 þegar 11,6 tonn seldust.

Innlent
Fréttamynd

Braut bein í andliti konu

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði á skilorði, fyrir að slá konu og brjóta bein í andliti hennar. Var honum gert að greiða henni 400 þúsund í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Kínverjar vildu stöðva sýningar

Embættismenn úr kínverska sendiráðinu kölluðu Hrönn Marinósdóttur, framkvæmdastjóra kvikmyndahátíðarinnar RIFF, á fund til sín á dögunum og óskuðu eftir því að hún tæki úr sýningu heimildarmyndina When The Dragon Swallowed The Sun, um málefni Tíbeta og samskipti þeirra við Kína.

Innlent
Fréttamynd

Selja danska starfsemi sína

Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum Eik banka hrundi um rúm fimmtíu prósent á dönskum hlutabréfamarkaði klukkustund eftir upphaf viðskipta í gær þegar greint var frá fjárhagsvanda bankans í skugga afskrifta. Hér féllu þau um 35 prósent. Þá tóku bankastjórarnir Marner Jacobsen og Bjarni Olsen poka sína ásamt Frithleif Olsen stjórnarformanni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill varanlegt vopnahlé

ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, er sögð vilja lýsa yfir varanlegu vopnahléi þar sem erlendir vopnaeftirlitsaðilar myndu koma við sögu.

Erlent
Fréttamynd

Beðið mælinga á borholu

HS orka bíður nú lokaniðurstöðu úr tilraunaborun á Reykjanesi, en um næstu mánaðamót ætti að verða ljóst hvort hægt verði að nota borholuna til orkuöflunar fyrir væntanlega stækkun Reykjanesvirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Missti öndvegisfolald úr hóstapest

„Ég missti þarna mjög fallegt folald, sem hugsað var sem reiðhestsefni,“ segir Sigurður Grímsson í Fossmúla, sem varð fyrir þeim skaða að missa vel ættað folald úr hestahóstanum á laugardaginn.

Innlent