

Spánverjum hefur gengið illa að skora á Evrópumótinu í fótbolta en þeir fengu óvænta aðstoð frá Martin Dúbravka í leiknum við Slóvakíu í dag. Markvörðurinn skoraði afskaplega slysalegt sjálfsmark.
Pólski framherjinn Robert Lewandowski er vanur að nýta færin sín en hann átti eitt að klúðrum Evrópukeppninnar á móti Svíum í dag.
Finnar og Úkraínumenn munu fylgjast spenntir með gangi mála á EM í dag þegar riðlakeppninni lýkur með leikjum í E- og F-riðli. Úrslitin í riðlunum ráða möguleikum Finnlands og Úkraínu á að komast í 16-liða úrslit og er óhætt að segja að vonir Úkraínu séu talsvert meiri.
Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við.
Enska landsliðið vann riðil sinn á Evrópumótinu þrátt fyrir að skora bara tvö mörk á 270 mínútum. Enski landsliðsþjálfarinn var spurður út í leikstílinn hjá liðinu.
Spánverjar þurfa á sigri að halda gegn Slóvökum í dag til að vera öruggir um að komast í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Keppni í E-riðli er mjög jöfn og miklar sviptingar geta orðið í lokaumferðinni sem hefst kl. 16.
Lloyd Christmas sá alltaf það besta í stöðunni sama hversu döpur hún var. Finnarnir verða að gera það sama í kvöld. Þeir eiga möguleika á sæti í sextán liða úrslitunum en sá möguleiki er þó frekar fjarstæður.
Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA.
Fimm mörk voru skoruð í leikjunum tveim á EM í gær. Raheem Sterling skoraði eina mark Englendinga sem unnu 1-0 sigur gegn Tékkum og tryggðu sér toppsæti D-riðils. Króatar unnu 3-1 sigur gegn Skotum og eru komnir áfram ásamt Englendingum og Tékkum.
Englendingar og Tékkar mættust í úrslitaleik um efsta sæti D-riðils á EM í kvöld. Raheem Sterling skoraði eina mark leiksins snemma leiks og Englendingar tryggðu sér því efsta sæti riðilsins.
Skotar áttu enn möguleika á að komast í útsláttarkeppni EM í fyrsta skipti í sögunni þegar þeir mættu Króötum í kvöld. Silfurliðið frá HM var þó of stór biti fyrir Skotanna sem eru á heimleið. Lokatölur 3-1, Króötum í vil.
Samkvæmt breskum yfirvöldum verða verða leyfðir í það minnsta 60.000 áhorfendur þegar undanúrslit og úrslit EM fara fram á Wembley í næsta mánuði. Hingað til hafa 22.500 áhorfendur verið leyfðir á þjóðarleikvang Englendinga.
Stöð 2 Sport stendur fyrir sérstökum leik í tengslum við Evrópumótið í fótbolta þar sem hægt er að komast að því hvaða EM-hetju fólk líkist mest.
Enska knattspyrnusambandið hefur rekið öryggisvarðateymið sem var ábyrgt fyrir öryggi enska landsliðsins á EM.
Ellefu þjóðir hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum á Evrópumótinu í fótbolta en það ræðst í kvöld og á morgun hvaða fimm þjóðir bætast í hópinn.
Tékkland og England leika um efsta sæti D-riðils á Wembley í kvöld en bæði lið eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum EM. Króatía og Skotland leika úrslitaleik þar sem jafntefli yrði banabiti fyrir bæði lið.
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun.
Knattspyrnusamband Evrópu hefur fullvissað forvitna um það að undanúrslitaleikir og úrslitaleikur Evrópumótsins eru ekki á leiðinni til Ungverjalands.
Mason Mount og Ben Chilwell þurfa að fara í sóttkví og missa því af leik Englands og Tékklands í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í kvöld. Þeir gætu einnig misst af leik Englands í sextán liða úrslitum keppninnar.
Danska landsliðið upplifði sannkallað kraftaverkakvöld í Kaupmannahöfn í gær þegar liðið tryggði sér áfram í sextán liða úrslit á Evrópumótinu eftir að öll úrslit féllu með þeim.
Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum á Evrópumótinu í gær. Fimm þeirra komu á Parken þar sem Danir unnu Rússa.
Phil Foden, leikmaður enska landsliðsins, gefur ekki mikið fyrir þá gagnrýni sem Gareth Southgate, enski landsliðsþjálfarinn, hefur fengið á EM 2020.
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er að jafna sig á ökklameiðslum sem hafa haldið honum fyrir utan byrjunarliðið hjá enska landsliðinu í byrjun EM.
Frank De Boer, þjálfara hollenska landsliðsins, er létt eftir að loks var staðfest í gær að lærisveinn hans hjá Hollandi, Memphis Depay, skiptir til Barcelona í sumar.
Danmörk er komið í sextán liða úrslit á Evrópumótinu 2020 eftir 4-1 sigur á Rússlandi á Parken í Kaupmanahöfn í kvöld.
Belgía endar með fullt hús stiga í B-riðlinum á Evrópumótinu eftir 2-0 sigur á Finnlandi í Rússlandi.
Ensku landsliðsmennirnir Ben Chilwell og Mason Mount eru komnir í einangrun eftir smit í skoska landsliðinu.
Holland vann 3-0 sigur á Norður Makedóníu í síðustu umferð C-riðilsins en á sama tíma vann Austurríki 1-0 sigur á Úkraínu.
Austurríki er komið áfram í sextán liða úrslit Evrópumótsins eftir 1-0 sigur á Úkraínu í C-riðlinum.
Ousmane Dembélé leikur ekki meira með franska landsliðinu á EM vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í 1-1 jafnteflinu við Ungverjaland á laugardaginn.