Vísindi

Fréttamynd

Stjörnu­fræðingar námu ljós fyrir aftan svarthol

Stjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti numið ljós sem barst til þeirra hlémegins svarthols, á svæðinu fyrir aftan það. Uppgötvunin er talin staðfesting á lýsingum hinnar almennu afstæðiskenningu á því hvernig þyngdarkraftur sveigir ljós í kringum svarthol.

Erlent
Fréttamynd

Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19

Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins.

Erlent
Fréttamynd

Fordæmalaus aukning í hitun jarðar síðustu ár

Jörðin fangar nú tvöfalt meiri hita en hún gerði árið 2005 og er aukningin sögð fordæmalaus. Aukningin er sögð jafngilda því að fjórar kjarnorkusprengjur líkt og þeirri sem varpað á Hiroshima væru sprengdar á hverri sekúndu.

Erlent
Fréttamynd

„Menn eru búnir að reyna þetta mjög lengi“

Líkan Íslenskrar erfðagreiningar, sem spáir fyrir um það hversu langt fólk á eftir ólifað, er nákvæmara en öll önnur sambærileg líkön, að sögn forstjóra. Líkanið hafi þó talsvert meira forspárgildi hjá þeim eldri en yngri.

Innlent
Fréttamynd

Rykský skyggði á reginrisann Betelgás

Stjörnufræðingar telja sig nú hafa leyst ráðgátuna um hvers vegna risastjarnan Betelgás dofnaði svo á næturhimninum að það var greinanlegt með berum augum. Rykský sem stjarnan sjálf spýtti frá sér skyggði á hana frá jörðinni séð.

Erlent
Fréttamynd

Viðurkenna Suður-Íshafið sem heimshaf

Suður-Íshafið í kringum Suðurskautslandið verður nú skráð sem fimmta heimshafið á kortum Landafræðifélags Bandaríkjanna í fyrsta skipti í meira en hundrað ára sögu þess. Fram að þessu hefur óeining ríkt um fjölda heimshafanna og félagið hefur aðeins viðurkennt fjögur.

Erlent
Fréttamynd

Bestu myndir af Ganýmedes í áratugi

Myndir sem bandaríska geimfarið Juno tók af Ganýmedes, stærsta tungli Júpíters, og bárust til jarðar í vikunni eru þær skýrustu í áratugi. Geimfarið flaug þá nær tunglinu en nokkuð annað geimfar hefur gert frá því á síðustu öld.

Erlent
Fréttamynd

Hægt að spá fyrir um hvenær maður deyr með blóðprufu

Hægt er að spá fyrir um það með talsverðri nákvæmni hvað fólk á langt eftir ólifað með því að skoða prótein í blóði, samkvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar gætu til dæmis nýst til lyfjaþróunar.

Innlent
Fréttamynd

Torfa­jökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur

Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum.

Innlent
Fréttamynd

„Við höfum smá tíma“

Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst.

Innlent
Fréttamynd

Fundu málmgufur utan um halastjörnur

Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni.

Erlent
Fréttamynd

Undir­róður gegn bólu­setningum lætur enn á sér kræla

Kórónuveirufaraldurinn og kapphlaupið við að bólusetja heimsbyggðina hefur hleypt auknu lífi í hreyfingu andstæðinga bólusetninga í heiminum. Grunnstoðir hreyfingarinnar hvíla enn að miklu leyti á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi fyrir blekkingar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Kínverjar lentu vélmenni á Mars

Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn

Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður.

Erlent
Fréttamynd

Mældu ýtrustu hyldýpi heimshafanna

Dýpstu glufur á hafsbotninum í heimshöfunum fimm voru kortlagðar á nákvæmari hátt en áður hefur verið gert í leiðangri bandarísks ævintýramanns undanfarin ár. Dýptarmælingarnar skáru loks úr um hverjir dýpstu staðirnir í Indlandshafi og Suður-Íshafinu eru í raun og veru.

Erlent
Fréttamynd

Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt

Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar.

Erlent
Fréttamynd

Vann súrefni úr marsnesku lofti í fyrsta sinn

Tæki um borð í könnunarjeppanum Perseverance á reikistjörnunni Mars vann súrefni úr lofti þar í fyrsta skipti í vikunni. Tilrauninni er ætlað að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni.

Erlent