Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 07:52 Gan Bingdong stendur á botni uppistöðulóns nálægt býli sínu sem hefur nánast tæmst vegna þurrkanna. AP/Mark Schiefelbein Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Verksmiðjum í Sichuan-héraði var lokað í síðustu viku til að spara orku fyrir heimili landsins þar sem eftirspurn eftir loftkælingu hefur rokið upp vegna gífurlegs hita sem hefur náð allt að 45 gráðum. Í morgun greindi AP frá því að þessi orkuskömmtun til verksmiðja héraðsins muni vara fram á fimmtudag. Tang Renjian, landbúnaðarráðherra Kína, sagði við Global Times að næstu tíu dagar væru lykiltímabil fyrir skaðaminnkun á hrísgrjónaökrum landsins. Þá sagði hann að yfirvöld myndu taka nauðsynleg skref til að tryggja haustuppskeruna sem er 75 prósent af heildaruppskeru landsins. Á vefsíðu landbúnaðarráðuneytisins segir að yfirvöld muni „reyna að auka rigningu“ með því að sá efnum í ský og sprauta plöntur með „vatnsbindandi efnum“ til að takmarka uppgufun. Hins vegar hefur ekki komið fram hvar nákvæmlega þessar tilraunir munu fara fram. Maður hressir sig við í grunnri á nálægt árbökkum Yangtze-ár.AP/Mark Schiefelbein Vatns- og rafmagnsskortur blasir við Yfirvöld í Sichuan- og Hubei-héröðum segja að þúsundir hektara akra hafi eyðilagst algjörlega og milljónir hektara orðið fyrir skemmdum. Þá lýstu yfirvöld í Hubei yfir neyðarástandi á laugardag og greindu frá því að þau hygðust koma íbúum til aðstoðar vegna þurrkanna. Yfirvöld í Sichuan hafa á sama tíma greint frá því að skortur á drykkjarhæfu vatni blasi við fyrir um 819 þúsund íbúa. Héraðið hefur fundið einna mest fyrir þurrkunum af því það fær 80 prósent orku sinnar frá vatnsaflsvirkjunum og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Yfirvöld í héraðinu hafa einnig hvatt framleiðendur og fyrirtæki til að „skilja eftir orku fyrir fólkið“. Skrifstofum og verslanamiðstöðvum var skipað að slökkva á ljósum og loftkælingu og í neðanjarðarlestarkerfi Chengdu, höfuðborg héraðsins, var slökkt á þúsundum ljósa á lestarstöðvum. Sprungur í uppþornuðum jarðvegi í Kína.AP/Mark Schiefelbein Loftslagsmál Kína Vísindi Tengdar fréttir Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Verksmiðjum í Sichuan-héraði var lokað í síðustu viku til að spara orku fyrir heimili landsins þar sem eftirspurn eftir loftkælingu hefur rokið upp vegna gífurlegs hita sem hefur náð allt að 45 gráðum. Í morgun greindi AP frá því að þessi orkuskömmtun til verksmiðja héraðsins muni vara fram á fimmtudag. Tang Renjian, landbúnaðarráðherra Kína, sagði við Global Times að næstu tíu dagar væru lykiltímabil fyrir skaðaminnkun á hrísgrjónaökrum landsins. Þá sagði hann að yfirvöld myndu taka nauðsynleg skref til að tryggja haustuppskeruna sem er 75 prósent af heildaruppskeru landsins. Á vefsíðu landbúnaðarráðuneytisins segir að yfirvöld muni „reyna að auka rigningu“ með því að sá efnum í ský og sprauta plöntur með „vatnsbindandi efnum“ til að takmarka uppgufun. Hins vegar hefur ekki komið fram hvar nákvæmlega þessar tilraunir munu fara fram. Maður hressir sig við í grunnri á nálægt árbökkum Yangtze-ár.AP/Mark Schiefelbein Vatns- og rafmagnsskortur blasir við Yfirvöld í Sichuan- og Hubei-héröðum segja að þúsundir hektara akra hafi eyðilagst algjörlega og milljónir hektara orðið fyrir skemmdum. Þá lýstu yfirvöld í Hubei yfir neyðarástandi á laugardag og greindu frá því að þau hygðust koma íbúum til aðstoðar vegna þurrkanna. Yfirvöld í Sichuan hafa á sama tíma greint frá því að skortur á drykkjarhæfu vatni blasi við fyrir um 819 þúsund íbúa. Héraðið hefur fundið einna mest fyrir þurrkunum af því það fær 80 prósent orku sinnar frá vatnsaflsvirkjunum og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Yfirvöld í héraðinu hafa einnig hvatt framleiðendur og fyrirtæki til að „skilja eftir orku fyrir fólkið“. Skrifstofum og verslanamiðstöðvum var skipað að slökkva á ljósum og loftkælingu og í neðanjarðarlestarkerfi Chengdu, höfuðborg héraðsins, var slökkt á þúsundum ljósa á lestarstöðvum. Sprungur í uppþornuðum jarðvegi í Kína.AP/Mark Schiefelbein
Loftslagsmál Kína Vísindi Tengdar fréttir Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40