Tesla

Fréttamynd

Tesla hættir að taka við Bitcoin

Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tesla afhendir þúsundasta bílinn á Íslandi

Í fyrradag afhenti Tesla bíl númer 1000 á Íslandi til viðskiptavinar. Tesla hefur einungis verið að afhenda bíla í 10 mánuði á Íslandi. Model 3 var mest seldi bíll síðasta árs á Íslandi. Það eru komnar rúmlega þúsund Tesla-bifreiðar á íslensku göturnar.

Bílar
Fréttamynd

Pútín hefur áhuga á stafrænu fundarboði Musks

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur áhuga á því að ræða við auðjöfurinn Elon Musk, eftir að sá síðarnefndi bauð forsetanum í netspjall. Þetta sagði talsmaður Pútíns í dag en sagði að forsetinn þyrfti frekari upplýsingar.

Erlent
Fréttamynd

Elon Musk svarar víðfrægri gagnrýni á Tesla

Elon Musk mætti til viðtals hjá Sandy Munro, verkfræðing sem fékk mikla athygli fyrir að líkja smíðagæðum Tesla Model 3 við Kia á tíunda áratug síðustu aldar. Myndband af viðtalinu má finna í fréttinni.

Bílar
Fréttamynd

Tesla Model 3 mest seldi bílinn á Íslandi

Tesla Model 3 var mest seldi bíllinn á Íslandi á síðasta ári en 858 slíkir rafbílar voru nýskráðir árið 2020. Næst á eftir kom tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander en 773 slík eintök voru nýskráð hér á landi, samkvæmt tölum frá Samgöngustofu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Musk tekur fram úr Bezos

Eignir frumkvöðulsins Elon Musk eru nú metnar á yfir 185 milljarða Bandaríkjadala og er hann því orðinn ríkasti maður heims. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hafði áður trónað á toppnum frá árinu 2017.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vildi selja Tesla til Apple en fékk ekki fund

Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtæksisins SpaceX, svo eitthvað sé nefnt, sagði frá því í gær að hann hefði leitað til Tim Cook, forstjóra Apple, til að kanna hvort forsvarsmenn Apple væru tilbúnir til að skoða kaup á Tesla. Hann segir Cook ekki hafa viljað funda með sér.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina.

Bílar
Fréttamynd

Rafmagnaður bíltúr frá Mosó til Alicante

Hjónin Bragi Þór Antoníusson og Dagný Fjóla Jóhannsdóttir fluttu nýverið ásamt sonum sínum tveimur til Spánar. Þau flugu þó ekki út, líkt og flestir Íslendingar eru vanir að gera þegar þeir skella sér til sólarlanda, heldur keyrðu þau frá Mosfellsbæ til Alicante og það á rafmagnsbíl.

Lífið
Fréttamynd

Tesla tekur fram úr Toyota

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla er orðinn verðmætasti bílaframleiðandi heims. Tesla tekur þar með fram úr Toyota, þrátt fyrir að japanski bílaframleiðandinn framleiði þrjátíu sínnum fleiri bíla og sé með tíu sinni hærri tekjur en Tesla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tesla Model X hlaðin með mannafli

Finnskur uppfinningamaður hefur smíða hleðslustöð sem notast við mannafl. Nánar tiltekið hreyfiorku hjólaliðs sem hjólar rafmagn inn á bílinn.

Bílar
Fréttamynd

Tesla hleðslustöðvar á völdum stöðvum N1 umhverfis landið

N1 og Tesla hafa undirritað samstarfssamning um uppsetningu á Tesla hraðhleðslustöðvum á völdum N1 stöðvum umhverfis Ísland, sem gerir Tesla eigendum kleift að hlaða sína bíla þegar ekið er um þjóðveg 1. Gert er ráð fyrir því að fyrsta stöðin verði komin í rekstur snemma sumars 2020.

Bílar
Fréttamynd

Tesla mest seldi bíll ársins á Íslandi

Tesla hóf í febrúar afhendingu á fyrstu bílum framleiðandans síðan umboð var formlega opnað hérlendis í lok síðasta árs. Tesla hefur nú nýskráð 396 bíla það sem af er árinu 2020 sem er meira en nokkur annar framleiðandi getur státað af.

Bílar