Forseti Íslands

Fréttamynd

Í starfslýsingu forseta að halda stillingu yfir ósigrinum

Forseti Íslands hvetur landsmenn til stillingar í úlfúð þeirri sem ýfst hefur upp í garð Dana eftir að ósigur þeirra útilokaði Íslendinga frá undanúrslitum á EM. Við eigum hvorki að steypa konungsmerkjum af þinghúsum né afnema dönskukennslu að mati Guðna.

Innlent
Fréttamynd

Undan­þága veitt frá sótt­varna­reglum á Bessa­stöðum

Nokkurrar undrunar gætir á samfélagsmiðlum vegna þess sem sjá mátti í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Bessastöðum í gærkvöldi, þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent: Ekki verði betur séð en lög um sóttvarnir séu þar þverbrotin. Ekki segir skrifstofa forseta Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Guðni forseti á meðal 77 ferðalanga á leið á Danaleikinn

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er á meðal 77 stuðningsmanna Íslands sem eru á leið í loftið með flugi til Búdapest í dag. Fram undan er landsleikur gegn Dönum í kvöld en um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli EM í handbolta.

Innlent
Fréttamynd

„Reynum að láta ekki gremju eða reiði ná tökum á okkur“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir ræddi óttann og áhrif hans í samfélagi í nýársávarpi sínu sem hann flutti fyrr í dag. Forsetinn fór þar meðal annars yfir stöðuna í íslensku samfélagi á tímum kórónuveirunnar og sagði að það væri án efa affarasælast að við öll, almenningur, sérfræðingar og stjórnvöld, myndum reyna að viðhalda þeirri einingu sem hafi gefist vel.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensku sprakkarnir í bók Elizu Reid

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, gaf út bókina Sprakkar fyrir jólin. Í bókinni fjallar Eliza um stöðu sína, segir frá sjálfri sér og lýsir fjölbreyttum aðstæðum sem hún hefur lent í sem innflytjandi, kona og maki. Hún fléttar þeim sögum saman við frásagnir viðmælenda sinna og rifjar auk þess upp sögur af kvenskörungum fyrri tíma.

Lífið
Fréttamynd

Veittu skátunum veg­legan styrk

Hringfarinn Kristján Gíslason og eiginkona hans Ásdís Rósa Baldursdóttir vilja láta gott af sér leiða og hafa meðal annars stutt við bataferli fíkla. Læt að nýju styrktarmálefni leiddi þau að fjölskylduskátun, nýju verkefni á vegum skátahreyfingarinnar. Í gær veittu þau skátunum tíu milljóna króna styrk.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnar­skrár­breytingar

Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

„Frelsi til að sýkja aðra er rangsnúinn réttur“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti þingmenn til dáða er hann ávarpaði Alþingi við setningu þings í dag. Ræddi hann viðbrögð íslensk samfélags við kórónuveirufaraldrinum auk þess sem hann bað þingmenn að ræða kosti þess og galla að halda næstu Alþingiskosningar að hausti til. Þá sagðist hann vonast til þess að betur gengi nú að ráðast í umbætur á stjórnarskránni.

Innlent
Fréttamynd

Guðna blöskrar óþarfa framúrakstur: „Hvað er fólk að pæla?“

Tólf létust að meðal­tali ár­lega í um­ferðar­slysum á Ís­landi á síðasta ára­tug saman­borið við 20 ára­tuginn á undan. Á sama tíma liggur þó fyrir að 25.000 Ís­lendingar nota ekki bíl­belti. Al­þjóð­legur minningar­dagur þeirra sem látist hafa í um­ferðar­slysum er í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­mennsku­aðilar verð­launaðir á Bessa­stöðum

Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Icelandic Lava Show verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAF sem sjá má í heild að neðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Að flagna er fararheill“ sagði forsetinn um Freyju

Koma varðskipsins Freyju í flota Landhelgisgæslunnar gjörbreytir björgunar- og öryggismálum Gæslunnar, að mati forstjóra hennar. Skipið muni gegna mikilvægu hlutverki í öryggi á norðurslóðum. Forseti Íslands og margmenni tóku á móti Freyju þegar hún sigldi í heimahöfn sína í fyrsta skipti á Siglufirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu gang stjórnar­myndunar­við­ræðna

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, áttu fund á Bessastöðum í morgun þar sem rætt var um gang viðræðna stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi samstarf.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn segir seint verða sátt um sjávarútveginn

Forseti Íslands telur að umræður í samfélaginu sýni að seint náist sátt um ríkjandi kerfi í íslenskum sjávarútvegi. Hann boðar útgáfu sagnfræðirits á næsta ári um sögu Landhelgismálsins frá 1961-1972 og segir að sagan sýni okkur að heimskuleg og skammsýn rányrkjustefna skili engu.

Innlent
Fréttamynd

Forsetafrúin spyr: #erukonurtil?

Eliza Reid forsetafrú spyr að því á Facebook í dag hvort konur séu ekki til en tilefnið er myndatexti sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Textinn fylgir mynd af Elizu heilsa Friðriki krónprinsi Danmerkur en forsetafrúarinnar er hvergi getið.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands í smitgát

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 

Innlent