Þjóðkirkjan

Fréttamynd

Ekki í anda trúarinnar að tvístra nemendahópum

Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur við Laugarneskirkju vísar á bug ásökunum um að kirkjan sé að kynda undir ófriðarbál með því að afþakka kirkjuheimsóknir á vegum grunnskólanna í aðventunni. Ákvörðunin hafi verið tekin sérstaklega til að slökkva ófriðarbál því andstaða hafi við skipulagðar kirkjuheimsóknir hafi farið stigvaxandi. Þá sé það ekki í anda kirkjunnar að skilja börn út undan.

Innlent
Fréttamynd

For­maður Presta­fé­lags Ís­lands segir af sér

Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans.

Innlent
Fréttamynd

Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar

Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang

Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán ára meðhjálpari á Rauðasandi

Yngsti meðhjálpari landsins, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er ekki nema fjórtán ára gamall en hann þjónar í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá séra Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Hann segir starfið mjög skemmtilegt þó að það sé unnið í sjálfboðavinnu.

Innlent
Fréttamynd

„Við áttum að finna hann þarna“

Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Hatur eins og þetta þoli illa dags­ljósið

Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram.

Innlent
Fréttamynd

Lífsviðhorf í vöggugjöf

Í síðustu viku bárust þær fréttir úr Borgartúni 21 að í fyrsta skipti síðan Þjóðskrá hóf að halda utan um trúfélagsaðild Íslendinga, hafi hlutfall íbúa þessa lands sem skráð eru í Þjóðkirkjuna farið undir 60%.

Skoðun
Fréttamynd

Að vera eitt í kær­leikanum

Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölmenn útimessa í Arnarbæli í Ölfusi

Fjölmenni kom saman í útimessu í Arnarbæli í Ölfusi í dag í góðu veðri. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiddi söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur. Prestur var sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Boðið var upp á messukaffi í lok guðsþjónustunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ný „dönsk klukka“ loks komin upp í Skál­holts­kirkju­turn

Mikið umstang var í Skálholti í gær þegar ný kirkjuklukka var hífð upp í Skálholtskirkjuturn. Nýja klukkan, sem steypt var í Hollandi, kemur í stað „dönsku klukkunnar“ í turninum sem brotnaði eftir að hafa fallið í gólfið í upphafi Skálholtshátíðar í júlí 2002.

Innlent
Fréttamynd

Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs

Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu.

Innlent
Fréttamynd

Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika

Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag.

Innlent