Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ung­menna

Nýrri tækni fylgja nýjar áskoranir og umræðan um áhrif samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkunar á líðan ungmenna hefur ekki farið framhjá neinum. Gífurleg aukning hefur sést á heimsvísu í notkun samfélagsmiðla á borð við SnapChat, TikTok og Instagram á síðastliðnum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Dómarinn kveður Facebook með tárum

Brynjar Níelsson héraðsdómari, en hann hefur verið einhver vinsælasti gasprari á Facebook, kveður samfélagsmiðilinn og segir tal þar ekki samræmast nýju starfi.

Innlent
Fréttamynd

Kanye og Censori séu við það að skilja

Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye, og eiginkona hans Bianca Censori og eru sögð við það að skilja. Parið hefur verið gift frá árinu 2022 og hefur vakið mikla athygli saman, þá sérstaklega fyrir klæðaburð hennar, eða skort á honum.

Lífið
Fréttamynd

Kennir Instagram mökum að taka al­menni­legar myndir

„Ég fæ svo ótrúlega margar fjölskyldur til mín í töku þar sem konurnar kvarta yfir því að það séu engar myndir til af þeim og þær myndir sem makarnir taka séu hræðilegar,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. Hún er að fara af stað með námskeið sem kennir fólki að taka góðar Instagram myndir af mökunum sínum, að verða betri svokölluð „Insta hubby“.

Menning
Fréttamynd

Neytendastofa hjólar í hlaupara

Neytendastofa hefur slegið á putta fjögurra áhrifavalda sem auglýstu ýmsar útivistarvörur án þess að merkja auglýsingarnar sem slíkar. Meðal þeirra eru ofurhlaupararnir Mari Jaersk og Sigurjón Ernir Sturluson.

Neytendur
Fréttamynd

„Þetta er ein­hver samfélagsmiðlasýki“

Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Guinness-æðið sem gert hefur ís­lenska djammara að þjófum

Sala á Guinness-bjór hefur margfaldast á liðnum árum að sögn bareiganda, sem rekur auknar vinsældir að miklu leyti til samfélagsmiðlaæðis. Þá eru íslenskir djammarar farnir að stela Guinness-glösum í unnvörpum, þannig að borið hefur á glasaskorti á öldurhúsum borgarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um

Almannarýmið er í eigu stórfyrirtækja og er á samfélagsmiðlum. Líkja má stöðunni við leik án leikreglna, dómara og vallar. Með hverju árinu verður leikurinn flóknari og við eigum sífellt erfiðara með að fylgjast með.

Skoðun
Fréttamynd

Björn Þor­láks segir sig úr Flokki fólksins

Björn Þorláksson blaðamaður á Samstöðinni hefur sagt sig úr Flokki fólksins. Hann birtir pistil á Facebook-síðu sinni þess efnis undir fyrirsögninni „Blaðamennskan öðru ofar – Úrsögn úr Flokki fólksins”

Innlent
Fréttamynd

MrBeast gerir til­boð í TikTok

YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar

Landsréttur hefur fellt úrskurð héraðsdómarans Jónasar Jóhannssonar, um að hann víki sjálfur sæti í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur ritstjóra, úr gildi. Margrét sætir ákæru fyrir að hafa meðal annars kallað annan héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur „lausláta mellu“. Allir dómarar þess dómstóls höfðu áður vikið sæti í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Opna fyrir Tiktok á nýjan leik

Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta.

Erlent
Fréttamynd

Þéna tölu­vert þrátt fyrir að vera ekki til

Nýir og öðruvísi áhrifavaldar hafa rutt sér til rúms á samfélagsmiðlum og eru dæmi um að þeir þéni töluvert þrátt fyrir að vera ekki til í alvörunni. Sérfræðingur segir áhrifavaldana eiga sér jákvæðar og neikvæðar hliðar.

Lífið
Fréttamynd

„Gríðar­legt högg“ ef bannið varir til fram­búðar

Sérfræðingur í markaðsmálum segir TikTok-bannið í Bandaríkjunum mikið högg fyrir fyrirtæki sem nýta miðilinn í markaðssetningu. Milljónir notenda þessa vinsæla samfélagsmiðils í Bandaríkjunum geta ekki notað TikTok sem stendur en væntingar eru um að bannið vari ekki lengi.

Innlent
Fréttamynd

TikTok bann í Banda­ríkjunum

TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. 

Erlent
Fréttamynd

Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað

Donald Trump, sem verður forseti Bandaríkjanna á nýjan leik mánudaginn næstkomandi, segir mjög líklegt að gildistöku laga sem þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka miðlinum verði frestað um 90 daga. Lögin taka gildi á morgun sunnudag, en Biden fráfarandi forseti hefur sagst ekki munu fylgja þeim eftir.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur veitir TikTok banninu blessun sína

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja.

Erlent
Fréttamynd

„Í rauninni fyrsti ís­lenski samfélagsmiðillinn“

„Þetta er náttúrulega tuttugu ára saga blaðsins en svo er líka heil kynslóð sem man ekkert eftir þessu blaði,“ segir Þorsteinn J sem er umsjónarmaður þáttanna Séð & heyrt sem hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.

Lífið