Spánn

Fréttamynd

Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“

Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar.

Lífið
Fréttamynd

Ætla að leyfa kannabis í lækningaskyni

Allt bendir til þess að notkun kannabis í lækningaskyni verði innan skamms leyfð á Spáni, en það er nú þegar leyft í tæplega helming ríkja Evrópusambandsins. Læknir sem styður lögleiðingu slíkra lyfja segir algerlega fáránlegt að afstaða fólks til þessa lyfs skuli fara eftir því hvort það sé hægri- eða vinstrisinnað.

Erlent
Fréttamynd

Myrtar fyrir að vilja skilja við eiginmenn sína

Tvær ungar konur, búsettar í Barcelona á Spáni, voru myrtar í heimalandi sínu Pakistan, þegar þær neituðu að taka eiginmenn sína með heim til Spánar. Þær voru þvingaðar til að giftast frændum sínum fyrir nokkrum árum. Málið hefur beint sjónum Spánverja að þvinguðum hjónaböndum.

Erlent
Fréttamynd

„Ópíumvampírur“ ferðast til Spánar í leit að auðveldri vímu

Ferðamenn koma víðsvegar að úr Evrópu að árbökkum Tagus-ár á Íberíuskaga til að stelast í morfínríkan safa ópíumvalmúans. Afurðir plöntunnar eru notaðar til framleiðslu sterkra verkjalyfja en ferðamennirnir verka þær ólöglega í vímuskyni og hafa fyrir vikið hlotið heitið „ópíumvampírur“. Þessi hættulegi túrismi er liður í mikillu aukningu á neyslu ópíums og ópíum-afleiddra efna í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

„Fólk þarf stundum að láta sannfæra sig um að prófa“

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir og fjölskyldan hennar hafa ferðast um allan heim án þess að borga fyrir húsnæði. Það var einn snjóþungan vetur sem hún fékk nóg af því að allir væru alltaf blautir í fæturna og ákvað að leita lausna.

Lífið
Fréttamynd

Vísur Vatnsenda-Rósu í Flamenco kjól

Ný útgáfa af Vísum Vatnsenda-Rósu er að vekja athygli. Reynir Hauksson, íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur í Madríd, tók upp myndband við lagið þekkta ásamt einum af fremstu Flamenco-gítarleikurum heims. 

Tónlist
Fréttamynd

Spánn: Fyrsta hitabylgja sumarsins

Fyrsta hitabylgja sumarsins ríður nú yfir Spán af miklu afli. Hitinn hefur víða mælst yfir 40 gráður, og allt að 15 gráðum heitari en í meðalári.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi Spánarkonungur snýr heim úr útlegð

Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, sneri heim úr 2ja ára útlegð um helgina. Þjóð og þing eru klofin í garð konungs, þingmenn vinstri flokkanna kalla hann samviskulausan þjóf, en hægri flokkarnir fagna heimkomu hans.

Erlent
Fréttamynd

Stórfellt svindl með ávexti og grænmeti

Fleiri tonnum af ávöxtum og grænmeti er smyglað ár hvert til Spánar frá ríkjum Norður-Afríku og þau síðan seld sem spænskar afurðir. Ríkisstjórnin ætlar að skera upp herör gegn þessu umfangsmikla svindli.

Erlent
Fréttamynd

Raðmorðingi á kreiki í Bilbao

Lögreglan í Baskalandi á Spáni hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt fjóra karlmenn í lok síðasta árs. Hinn grunaði raðmorðingi er 25 ára og rólegur og vinnusamur indælismaður að sögn tengdamóður hans.

Erlent
Fréttamynd

Glaumgosar féflettu Madrid í Covid-farsóttinni

Lystisnekkja, 12 sportbílar og nokkur Rólex úr eru á meðal þess sem tveir meintir svikahrappar keyptu sér fyrir gróðann af því að selja stjórnvöldum í Madrid sóttvarnabúnað á uppsprengdu verði í upphafi Covid19-farsóttarinnar. Spillingardeild lögreglunnar rannsakar málið og mennirnir eiga langa fangelsisvist yfir höfði sér.

Erlent
Fréttamynd

Sakfelldir vegna útlits og litarafts

Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf.

Erlent
Fréttamynd

Ertu búin að skella þér til Tene?

Síðustu 9 dögum hef ég eytt á sólareyjunni Tenerife. Hún er í dag spænsk en samt sem áður í órafjarlægð frá Spáni eða um 1400 km, liggur í raun ekkert svo langt frá vestur Sahara í Afríku. Hér er stór hópur Íslendinga að njóta sín í sól og tempruðu loftslagi. 

Skoðun
Fréttamynd

Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna

Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna.

Erlent
Fréttamynd

Enn eitt heims­metið hjá Barcelona

Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona halda áfram að brjóta glerþök en liðið setti í kvöld nýtt heimsmet í áhorfendafjölda á fótboltaleik kvenna. Fyrra metið var sett fyrr á þessu ári og nú er spurningin hvort Barcelona þurfi stærri heimavöll til að koma öllum sem vilja fyrir.

Fótbolti
Fréttamynd

Feður sem myrða börn sín

Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni.

Erlent