Spánn

Fréttamynd

Veita kata­lónskum að­skilnaðar­sinnum sakar­upp­gjöf

Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu.

Erlent
Fréttamynd

Fer fót­gangandi tæpa 800 kíló­metra

Bárður Jökull Bjarkarson hélt út í byrjun mánaðarins í þeim tilgangi að ganga Jakobsveginn fræga. Hann fer fótgangandi tæpa tæplega 800 kílómetra frá Pamplona alla leið til Fisterra á vesturströnd Spánar.

Lífið
Fréttamynd

Brott­fall ungra karla á Ís­landi úr námi hæst í Evrópu

Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. 

Innlent
Fréttamynd

Enn frestast utan­kjör­fundar­at­kvæða­greiðslan

Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað.

Innlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráðu­neytið harmar skort á kjör­seðlum

Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað.

Innlent
Fréttamynd

Spán­verjar kalla sendi­herrann heim í kjöl­far um­mæla Milei

Spænska ríkisstjórnin hefur kallað sendiherrann sinn í Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, heim og ítrekað kröfu sína um að Javier Milei, forseti Argentínu, biðjist afsökunar á hegðun sinni. Leiðtogar þjóðanna tveggja hafa eldað grátt silfur undanfarnar vikur í kjölfar ummæla samgönguráðherrans spænska Óscar Puente í garð Milei.

Erlent
Fréttamynd

Vilja sinna Ís­lendingum á Spáni betur

Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar.

Innlent
Fréttamynd

Í lagi að sætta sig við að vera barn­laus

Unnur Arndísardóttir býr á Spáni með manni sínum Jóni Tryggva Unnarssyni og hundinum þeirra Álfi litla. Þar heldur hún námskeið, stundar hugleiðslu og vinnur sem jógakennari og heilari. Unnur og Jón Tryggvi eru barnlaus en reyndu í mörg ár að eignast barn.

Lífið
Fréttamynd

For­seti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkis­stjórnina

Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð.

Erlent
Fréttamynd

Sánchez hættir við að segja af sér

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér

Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 

Erlent
Fréttamynd

Sánchez í­hugar að segja af sér vegna meintrar spillingar

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 

Erlent
Fréttamynd

Tugir þúsunda mót­mæltu fjölda ferða­manna á Kanarí­eyjum

Tugir þúsunda mótmæltu á Tenerife, Lanzarote, Gran Canaria og fleiri eyjum í Kanaríeyjaklasanum í dag. Mótmælendur segja eyjarnar við þolmörk. Það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Það sé of dýrt að búa þar og að nýting auðlinda sé ekki lengur sjálfbær. 

Erlent
Fréttamynd

Af­salta sjó til drykkjar í þurrki í Barcelona

Yfirvöld í Katalóníu á Spáni ætla að koma upp fljótandi afsöltunarstöð til þess að tryggja borgarbúum í Barcelona drykkjarvatn í langvarandi þurrki sem geisar þar. Borgin reiðir sig nú þegar á stærstu afsöltunarstöð Evrópu til þess að bæta upp fyrir minnkandi úrkomu.

Erlent
Fréttamynd

Hver á hvaða kálfa á Tenerife?

Listafólkið og gleðisprengjurnar Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Sigrún Guðlaugsdóttir, Jón Mýrdal og Snorri Helgason hafa notið sólarinnar á Tenerife síðastliðna daga. Þó ekki aðeins á sundlaugabakkanum.

Lífið
Fréttamynd

Fönguðu hamingjuna og liðin augna­blik á ströndinni á Tenerife

„Þegar sonur okkar fæddist fyrir tæplega þremur árum þá breyttist sýn okkar á fagið okkar,“ segir Kim Klara Ahlbrecht ljósmyndari sem rekur ljósmyndastúdíóið Blik ásamt eiginmanni sínum Daníeli Þór Ágústssyni. Þau dvöldu á Tenerife um páskana og mynduðu þar tólf fjölskyldur í sérstökum myndatökum í sólsetrinu.

Lífið
Fréttamynd

Á­kærður og horfir fram á fangelsis­dóm fyrir kossinn ó­um­beðna

Luis Ru­bi­a­­les, fyrr­verandi for­seti spænska knatt­­spyrnu­­sam­bandsins, gæti verið að horfa fram á allt að þrjá­tíu mánaða fangelsis­­dóm eftir að hafa verið á­kærður í tveimur mis­munandi liðum tengdum at­hæfi sínu í kjöl­far sigurs spænska kvenna­lands­liðsins í knatt­­spyrnu á HM á síðasta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Spænskir kokkanemar elda ís­lenskan salt­fisk

Íslenskur saltfiskur var í aðalhlutverki þar sem færasti saltfiskkokkur Spánar var valinn í Mérida á Spáni í vikunni. Keppnin var haldin í þriðja skipti í ár en 18 skólar frá öllum landshlutum Spánar tóku þátt að þessu sinni. Spánn er stærsti markaðurinn fyrir íslenskan saltfisk og er hann uppistaðan í mörgum vinsælum réttum þar í landi.

Innlent
Fréttamynd

Sagrada Famili­a verði loks til­búin árið 2034

Stefnt er að því að smíði við eins helsta kennileitis Barcelona-borgar, kirkjunnar Sagrada Familia, verði lokið árið 2026. Þó er búist við að önnur átta ár muni taka að ljúka við gerð stytta og stærðarinnar og umdeildra trappa við kirkjuna. Þannig verði framkvæmdum endanlega lokið árið 2034.

Erlent
Fréttamynd

TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR

Hver á fætur öðrum pakka meistara­flokkar ís­lenskra fé­lags­liða í fót­bolta niður í töskur og halda út fyrir land­ssteinana í æfinga­ferðir fyrir komandi tíma­bil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingar­ferð, halda út til Spánar þetta árið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Engar við­varanir gefnar út og óttast ekki vatns­skort

Íslendingur sem dvelur mikið á Tenerife hefur litlar áhyggjur af vatnsskorti en stjórnvöld á eyjunni hafa varað við neyðarástandi vegna þurrkatíðar. Hann segir engar viðvaranir hafa verið gefnar út til íbúa og óþarft að hafa áhyggjur.

Innlent