Indland

Fréttamynd

Fyrsti fundur Xi og Modi í meira en fimm ár

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur tekið móti leiðtogum BRICS-ríkjanna svokölluðu, auk annarra þjóðarleiðtoga og erindreka í Kazan í Rússlandi en þar fer sextándi leiðtogafundur BRICS-ríkjanna svokölluðu fram. Fundur leiðtoga Kína og Indlands á hliðarlínunum í Kazan hefur vakið mikla athygli.

Erlent
Fréttamynd

Saka yfir­völd í Ind­landi um of­beldi og morð í Kanada

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar.

Erlent
Fréttamynd

Læknar á Ind­landi krefjast að­gerða vegna nauðgunar

Unglæknar á Indlandi mættu margir ekki til vinnu í dag þrátt fyrir að boðuðu verkfalli Læknasamtakanna væri lokið. Læknasamtökin á Indlandi boðuðu til verkfalls um allt land til að krefjast úrbóta fyrir lækna og sérstaklega kvenkyns lækna eftir að 31 árs læknanema var nauðgað og hún myrt á vakt. 

Erlent
Fréttamynd

87 talin af vegna troðnings

Minnst 87 krömdust til bana í troðningi á hindúískri helgiathöfn sem fór fram í Uttar Pradesh-ríki á Indlandi í dag. Troðningurinn átti sér stað í þorpi um 200 kílómetrum suðaustur af Nýju-Delí.

Erlent
Fréttamynd

Narendra Modi lýsir yfir sigri á Ind­landi

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum þar í landi þrátt fyrir mikið fylgistap milli kosninga. Flokkur hans, Bharatiya Janata, hefur unnið hreinan meirihluta á Lok Sabha, neðri deild indverska þingsins, síðustu tvær kosningar.

Erlent
Fréttamynd

Modi sakaður um múslima­and­úð í miðjum kosningum

Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni.

Erlent
Fréttamynd

Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök

Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Komu í veg fyrir stór­slys í Rauða­hafi

Tekist hefur að slökkva eld sem logaði um borð í fraktskipinu Marlin Luanda eftir að eldflaug Húta hæfði það í Rauðahafinu seint í gærkvöldi. Hætt var á að hann kæmist í tæri við afar eldfiman farm skipsins.

Erlent
Fréttamynd

Vígði nýtt hindúa­hof þar sem áður stóð moska

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar.

Erlent
Fréttamynd

Beittu sér gegn Apple eftir við­vörun um njósnir

Margir af þekktustu blaðamönnum Indlands og stjórnmálamenn lýstu því yfir í október að tæknifyrirtækið Apple hefði varað þá við því að tölvuþrjótar á vegum ríkis hefðu gert árás á síma þeirra og tæki. Ríkisstjórn Nardendra Modi, forsætisráðherra Indlands, brást hratt við með því að beina spjótum sínum að Apple.

Erlent
Fréttamynd

Öllum bjargað eftir sau­tján daga

Búið er að bjarga mönnunum 41 úr göngum sem hrundu að hluta til á Indlandi. Mennirnir höfðu setið fastir í göngunum í sautján daga. Þeir unnu við að grafa göng undir fjall í Uttarakhand-héraði þegar þeir festust þar inni.

Erlent
Fréttamynd

Saka Ind­verja um bana­til­ræði í Banda­ríkjunum

Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Vélinni lík­lega flogið heim frá Ind­landi á næstu vikum

Afturhluti vélar Icelandair straukst við flugbraut í lendingu á Lal Bahadur Shastri flugvellinum á Indlandi fyrr í mánuðinum. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vélinni aftur heim fljótlega. Flugvirkjar voru með í fluginu sem hófu strax vinnu við að meta tjónið. 

Innlent
Fréttamynd

Indverskir uppgjafarhermenn dæmdir til dauða í Katar

Átta indverskir uppgjafarhermenn hafa verið dæmdir til dauða í Katar. Mennirnir hafi verið teknir höndum á síðasta ári og lágu undir grun fyrir njósnir. Hvorki yfirvöld í Katar né Indlandi hafa gefið opinberlega út hverjar sakirnar eru.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæð skyndiflóð á Indlandi

Minnst fjórtán eru látnir og rúmlega hundrað er saknað vegna skyndiflóða á norðanverður Indlandi. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og hafa björgunarsveitir staðið í ströngu frá því í gærmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hefur verið bjargað undan flóðunum.

Erlent