

Hundruð þúsunda hafa þurft að flýja undan sífellt harðnandi átökum milli hers Austur-Kongó og M23 uppreisnarmanna í austurhluta Kongó. Uppreisnarmennirnir hafa barist gegn hernum í áratugi, með stuðningi yfirvalda í Rúanda, en líkur á almennu stríði milli Kongó og Rúanda hafa aukist verulega.
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði í dag mikla skömm og baðst afsökunar á morðum sem samlandar hans frömdu á frumbyggjum í Tanzaníu á fyrri hluta 20. aldar.
Suður-afrískur karlmaður, sem sakfelldur var fyrir nauðgun og morð árið 2012, var handtekinn á föstudag, ári eftir að hann var úrskurðaður látinn. Hann er talinn hafa sloppið úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn.
Ljónið Bob yngri, oft þekktur sem Konungur Serengeti-þjóðgarðsins í Tansaníu, er dautt. Talið er að nokkur yngri ljón hafi drepið hann.
Að minnsta kosti nítján létust í flugslysi í Tansaníu í dag. Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Leit að farþegum stendur enn yfir.
Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni í Tansaníu eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Björgunaraðgerðir standa nú yfir vegna flugslyss í Viktoríuvatni í Tansaníu en ekki hefur verið greint frá neinum dauðsföllum.
Þessa stundina er R21 bóluefnið gegn malaríu prófað í Búrkínu Fasó, Kenía, Malí og Tansaníu. Efnið hefur sýnt allt að 77 prósent virkni en allt gæti farið í vaskinn ef Bretar hætta við aðkomu sína að verkefninu.
Breska námafyrirtækið Petra Diamonds hefur samþykkt að greiða tugum Tansaníumanna jafnvirði 757 milljóna króna í skaðabætur vegna illrar meðferðar.
Fyrirtækið Intellecon hf. fær 30 milljóna króna styrk til þess að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni.
Lögregla í Tansaníu segir að 45 manns hafi látið lífið um liðna helgi eftir að hafa troðist undir í stærstu borg landsins, Dar es Salaam, þar sem verið var að heiðra John Pombe Magufuli, forseta Tansaníu, sem lést á dögunum.
Samia Suluhu Hassan varð í dag fyrsta konan til þess að gegna embætti forseta Tansaníu þegar hún sór embættiseið. Hassan var varaforseti Johns Magufuli sem er sagður hafa látist úr hjartaáfalli í vikunni. Hún nýtur virðingar á meðal landsmanna sem kalla hana „Mömmu“ Samiu.
John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál.
Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir.
Fólk í grennd við fjallið Kilimanjaro vinnur nú að því að ráða niðurlögum gróðurelda sem geisa í hlíðum þessa hæsta fjalls Afríku.
Námumaður í Tansaníu hefur selt tvo stóra tansanít-steina, en aldrei hafa svo stórir steinar fundist í landinu.
Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið.
Að minnsta kosti tuttugu manns létust eftir að hafa troðist undir í trúarathöfn í tansaníska bænum Moshi á laugardagskvöld.
Fausta drapst á Ngorongoro-verndarsvæðinu í Tansaníu á föstudaginn.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi.
Bandaríkjamaðurinn Steven Weber drukknaði nýverið er hann var að kafa. Mínútum áður en hann drukknaði hafði hann beðið kærustu sína um að giftast sér.
Minnst 57 eru látnir eftir að eldsneytisflutningabíll sprakk í Tansaníu, segir lögregla á svæðinu.
Þáverandi ríkisstjóri Kaliforníu hringdi í forsetann til að lýsa óánægju sinni með fulltrúa Tansaníu hjá Sameinuðu þjóðunum.
Kínverska viðskiptakonan Yang Feng Glan var dæmt í fimmtán ára fangelsi í Tansaníu í dag fyrir hlutverk hennar í smygli á fílabeinum til Kína.
Talið er að sex börn á aldrinum tveggja til níu ára, sem fundust látin í suðvesturhluta Tansaníu, hafi verið myrt af líffæraþjófum.
Tólf eru látnir og þúsundir hafa flúið heimili sín eftir árás íslamskra öfgamanna á bæ í norðurhluta Mósambik um helgina.
Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku.
Lögregla í Tansaníu segir að hinum 43 ára Mohammed Dewji hafi verið rænt af hópi grímuklæddra manna í höfuðborginni Dar es Salaam.
Ríkisstjórn Tansaníu hefur afhent fjölskyldum þeirra sem fórust er ferju hvolfdi á Viktoríuvatni í síðustu viku.
Fjölmargra er enn saknað en óttast er að rúmlega 200 manns hafi drukknað.
Bandaríkjamaðurinn Britton Hayes komst í hann krappann á dögunum þegar blettatígur stökk upp í bíl hans er hann var í svokallaðari safari-ferð í Tansaníu.