Skaftárhreppur

Fréttamynd

Telur Sigurð Inga hafa mis­notað um­boð sitt

Landvernd segir Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og innviðaráðherra hafa misnotað umboð sitt með því að staðfesta svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið næstu tuttugu árin. Um sé að ræða stefnumarkandi mál sem óeðlilegt sé að starfsstjórn keyri áfram í tómarúmi.

Innlent
Fréttamynd

Hífðu slasaðan mann upp úr gili í Skafta­felli

Maður féll nokkra metra niður í gil í Skaftafelli síðdegis í dag og var hífður upp með aðstoð þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar. Verið er að leggja mat á ástand mannsins en hann virðist hafa sloppið við meiriháttar meiðsli, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Herða eftir­lit og banna síma vegna gegndar­lausra skemmdar­verka

Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Skaft­ár­hlaupi að ljúka

Hlaupi í Skaftá er að ljúka og er rennsli nú orðið svipað og var fyrir hlaup. Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegnahlaupsins. Síðustu tvo daga hefur rennsli í ánni farið lækkandi og er vatnsmagnið svipað og það var áður en hlaup hófst 20. ágúst síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Veður­stofan hefur litlar á­hyggjur af hlaupinu

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi Skaftárhlaup vera langt frá því að vera nokkur ógn við vegi og innviði á svæðinu og að Veðurstofan hafi litlar áhyggjur af því eins og staðan er.

Innlent
Fréttamynd

Skaftárhlaup lík­lega að hefjast

Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu.

Innlent
Fréttamynd

Féll af hesti og var án með­vitundar

Miklar umferðartafir eru við Kirkjubæjarklaustur vegna slyss sem varð á þriðja tímanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið minnkað veru­lega en jökullinn skelfur enn

Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­legt að ein­hverjir stofnar séu þegar glataðir

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir.

Innlent
Fréttamynd

Páll Rúnar prjónar og syngur á Kirkju­bæjar­klaustri

Ullarsokkarnir, sem karlmaður prjónar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri seljast eins og heitar lummur enda um mjög fallegt handverk að ræða. Þá er eitt það skemmtilegast, sem maðurinn gerir er að syngja fyrir gesti og gangandi á heimilinu.

Lífið
Fréttamynd

Safnað fyrir gróður­skála á Kirkju­bæjar­klaustri

Það stendur mikið til á Kirkjubæjarklaustri á morgun því þá hefst formlega söfnun fyrir gróðurskála við hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla. Slíkur skáli kostar á milli 40 og 50 milljónir króna og mun nýtast öllum eldri borgurum í Skaftárhreppi.

Innlent
Fréttamynd

Sækja tvo slasaða eftir bílveltu

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavík laust fyrir klukkan 20 í kvöld og hélt austur fyrir fjall. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð sveitarinnar vegna bílveltu nálægt Kirkjubæjarklaustri.

Innlent
Fréttamynd

Frið­lýsir hluta Fjaðrár­gljúfurs

Umhverfisráðherra friðlýsti í dag austuhluta Fjaðrárgljúfurs og svæði ofan þess austan megin. Friðlýsingin nær yfir svæði í eigu einkahlutafélags en það á í samvinnu við stjórnvöld um verndun og uppbyggingu innviða á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Kín­versk ferða­skrif­stofa mátti sín lítils gegn TM

Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar.

Innlent