Fjarðabyggð

Fréttamynd

Ný nálgun á mál­efni Suður­fjarðar­vegar

Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku.

Skoðun
Fréttamynd

Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð

Í Fjarðabyggð er fjölbreytt atvinnulíf og stóran hluta þess mynda mjög öflug matvælafyrirtæki. Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð er af ýmsum toga þó óneitanlega sé sjávarútvegurinn stærstur.

Skoðun
Fréttamynd

Með fjölskyldur í Fjarðabyggð í fyrirrúmi

Sumardagurinn fyrsti er runninn upp. Þessi dagur hefur í gegnum tíðina verið helgaður börnum og fjölskyldum, löngum verið mikill hátíðisdagur og markar að mörgu leyti nýtt upphaf þegar drungi og kuldi vetursins byrjar að víkja fyrir birtu og yl sumarsins. Það er því er ekki úr vegi nú í upphafi sumars, og lok kjörtímabils, að horfa yfir farinn veg og skoða aðeins það sem hefur áunnist á síðustu fjórum árum í málefnum fjölskyldna í Fjarðabyggð.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarðabyggð til framtíðar

Nú er kjörtímabilið senn á enda og gengið verður til kosninga. Kjósendur hafa því enn á ný tækifæri til að ákveða hverjum þau treysta til að leiða rekstur og stefnumótun sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Við teljum því viðeigandi að líta yfir áherslur og árangur Fjarðalistans á liðnu kjörtímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Hefjum kröftuga upp­­byggingu í Fjarða­byggð

Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku.

Skoðun
Fréttamynd

Krefjumst að­gerða vegna Suður­fjarðar­vegar

Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur.

Skoðun
Fréttamynd

Hin­segin­mál eru mann­réttinda­mál

Þann 31. mars síðastliðinn var sýnileikadagur trans fólks. Slíkir dagar eru mikilvægir fyrir jaðarsetta hópa vegna þess að sýnileiki gefur fólki styrk og rými til þess að vera það sjálft. Með því að taka þátt í slíkum dögum og veita þeim athygli segjum við „ég sé þig, ég styð þig, áfram þú!”.

Skoðun
Fréttamynd

Snúum land­búnaði til betri vegar í Fjarða­byggð

Landbúnaður hefur lengi verið mér kær enda var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp á sauðfjárbúi þar sem ég var alin upp við það að vinna fyrir hlutunum og taka engu sem sjálfsögðu. Landbúnaði hefur því miður hnignað mikið á austfjörðum og ófáar jarðir farið í eyði síðustu áratugi.

Skoðun
Fréttamynd

Störfin heim í Fjarðabyggð

Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar?

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru þing­menn Norð­austur­lands?

Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið.

Skoðun
Fréttamynd

Bréfberarnir í Neskaupstað afþakka farartæki og skokka með póstinn

Það er líf og fjör hjá starfsfólki Póstsins í Neskaupstað þar sem tekist hefur að samræma vinnu og heilnæman lífstíl á einstakan hátt. Bréfberarnir afþakka notkun farartækja í vinnunni en ganga eða skokka þess í stað með póstinn um bæinn að vetri sem sumri, sama hvernig viðrar.

Lífið
Fréttamynd

Ragnar leiðir lista Sjálf­stæðis­manna í Fjarða­byggð

Ragnar Sigurðsson, lögfræðingur á Reyðarfirði, mun leiða lista Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí. Framboðslistinn var samþykktur á almennum félagsfundi flokksins á Eskifirði í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu

Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum.

Innlent
Fréttamynd

Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins

Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Fjarða­byggð góður fjár­festingar­kostur

Áform um Grænan Orkugarð í Reyðarfirði hafa verið á dagskrá undanfarið með það fyrir augum að framleiða rafeldsneyti til orkuskipta í fraktflutningum en þar á hröð þróun sér stað í.

Skoðun
Fréttamynd

Gat á sjó­kví í Reyðar­firði

Gat var á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa fiskeldis við Vattarnes í Reyðarfirði. Fyrirtækið tilkynnti Matvælastofnun um þetta í dag en gatið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit með kvíum á stöðinni.

Innlent