Dagmar Ýr tekur við af Jónu bæjarstjóra Bjarki Sigurðsson skrifar 30. mars 2023 17:05 Dagmar Ýr Stefánsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Austurbrúar. Aðsend Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Austurbrúar. Hún tekur við af Jónu Árnýju Þórðardóttur sem fer nú í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Jón Björn Hákonarson, fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði í lok febrúarmánaðar eftir því að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í Facebook-færslu í kjölfar uppsagnarinnar sagði Jón tíma sinn sem bæjarstjóra hafa verið annasaman. „Ég neita því þó ekki að síðustu misseri hef ég haft ákveðnar áhyggjur af því hvernig orðræða um störf kjörinna fulltrúa er að þróast og gagnrýni og rökræða um málefni hefur þróast yfir á persónulegar nótur á samfélagsmiðlum og í almennri umræðu. Því þurfum við að breyta í samfélaginu okkar til að gera störf kjörinna fulltrúa eftirsóknarverð til framtíðar litið,“ sagði Jón einnig. Úr Jóni í Jónu Daginn eftir var greint frá því að Jóna Árný Þórðardóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Austurbrúar, myndi taka við af Jóni. Gert var ráð fyrir því að Jóna hæfi störf þegar Jón myndi hætta og mun það gerast um mánaðamótin. Frá því er greint á vef Austurbrúar, stofnun sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, að Dagmar Ýr Stefánsdóttir muni taka við af Jónu. Dagmar er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Síðan 2013 hefur hún starfað sem yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Áður starfaði Dagmar sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri í fimm ár og var þar áður fréttamaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu N4 í eitt ár. Á ætlað er að Dagmar Ýr komi til starfa hjá Austurbrú í júní. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður stjórnar Austurbrúar, fagnar ráðningunni. „Jóna Árný, fráfarandi framkvæmdastjóri, var einstaklega öflug í sínu starfi og skilar af sér góðu búi. Stjórn SSA og Austurbrúar er sannfærð um að Dagmar Ýr sé rétta manneskjan til að taka við af henni. Hugmyndir hennar samrýmast framtíðarsýn okkar, eins og hún birtist í Svæðisskipulagi Austurlands, og hún hefur réttu þekkinguna og reynsluna til að stýra Austurbrú áfram til góðra verka,“ er haft eftir Berglindi í tilkynningunni. Vistaskipti Fjarðabyggð Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Jón Björn Hákonarson, fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði í lok febrúarmánaðar eftir því að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í Facebook-færslu í kjölfar uppsagnarinnar sagði Jón tíma sinn sem bæjarstjóra hafa verið annasaman. „Ég neita því þó ekki að síðustu misseri hef ég haft ákveðnar áhyggjur af því hvernig orðræða um störf kjörinna fulltrúa er að þróast og gagnrýni og rökræða um málefni hefur þróast yfir á persónulegar nótur á samfélagsmiðlum og í almennri umræðu. Því þurfum við að breyta í samfélaginu okkar til að gera störf kjörinna fulltrúa eftirsóknarverð til framtíðar litið,“ sagði Jón einnig. Úr Jóni í Jónu Daginn eftir var greint frá því að Jóna Árný Þórðardóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Austurbrúar, myndi taka við af Jóni. Gert var ráð fyrir því að Jóna hæfi störf þegar Jón myndi hætta og mun það gerast um mánaðamótin. Frá því er greint á vef Austurbrúar, stofnun sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, að Dagmar Ýr Stefánsdóttir muni taka við af Jónu. Dagmar er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Síðan 2013 hefur hún starfað sem yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Áður starfaði Dagmar sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri í fimm ár og var þar áður fréttamaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu N4 í eitt ár. Á ætlað er að Dagmar Ýr komi til starfa hjá Austurbrú í júní. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður stjórnar Austurbrúar, fagnar ráðningunni. „Jóna Árný, fráfarandi framkvæmdastjóri, var einstaklega öflug í sínu starfi og skilar af sér góðu búi. Stjórn SSA og Austurbrúar er sannfærð um að Dagmar Ýr sé rétta manneskjan til að taka við af henni. Hugmyndir hennar samrýmast framtíðarsýn okkar, eins og hún birtist í Svæðisskipulagi Austurlands, og hún hefur réttu þekkinguna og reynsluna til að stýra Austurbrú áfram til góðra verka,“ er haft eftir Berglindi í tilkynningunni.
Vistaskipti Fjarðabyggð Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira