

Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni.
Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar.
Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði.
Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Skráð atvinnuleysi var 5,2% í janúar og jókst úr 4,9% í desember. Fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 258 frá desembermánuði. Aukningin er í samræmi við spá Vinnumálastofnunar sem gerði ráð fyrir lítils háttar aukningu milli mánaða.
Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag.
Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek.
Óraunhæfar kröfur eru gerðar til ræstingafólks sem brjóta í bága við vinnuverndarlöggjöf að mati Vinnueftirlitsins. Til að ná því sem er skilgreint sem „frábær árangur“ í starfi heilan vinnudag er ætlast til vinnuálags sem samræmist því að hlaupa næstum tvö maraþon.
Ráðgjafi stjórnar Samtaka atvinnulífsins segir einkageirann hafa skroppið saman á meðan hið opinbera þenjist út. Í liðinni viku birti Hagstofan bráðabirgðatölur um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna árið 2021. Á tímabili kórónukreppunnar er heildarniðurstaðan sú að starfandi fólki fækkaði um 4 prósent og heildarlaunagreiðslur, eða launasumman, dróst saman um 4 prósent milli áranna 2019 og 2021.
Nýleg könnun í Bandaríkjunum sýnir að meirihluti starfsfólks telur að það gæti auðveldlega skilað sínu starfi án þess að vera með yfirmann.
Íslendingar fjölga sér ekki nóg um fyrirsjáanlega framtíð til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllu sviðum samfélagsins. Erlendum íbúum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum til að bæta þetta upp og hlutfall þeirra af mannfjölda landsins á eftir að aukast hratt á næstu árum.
Fangaverðir hafa verulegar áhyggjur af öryggi sínu í fangelsum landsins vegna viðvarandi undirmönnunar. Á Kvíabryggju er til dæmis aðeins einn fangavörður á næturvöktum með 22 fanga og á Hólmsheiði eru þrír fangaverðir á næturvöktum með 50 fanga.
Rafeindavirki sem Isavia sagði upp vegna aldurs fagnar því að kærunefnd jafnréttismála hafi staðfest brot félagsins gegn sér. Hann myndi gjarnan vilja fá að vinna lengur en segir engan til í að ráða 68 ára gamlan mann í vinnu.
Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám.
Landsliðskonan Sif Atladóttir er nýflutt til landsins á ný frá Svíþjóð og mun spila með Selfossi í úrvalsdeildinni í fótbolta. Samhliða því starfar hún sem verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, eftir að hafa áður starfað fyrir leikmannasamtök í Svíþjóð.
Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem framkvæmdastjóri stéttarfélagsins ef listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur sigrar í formannskosningum.
Það gæti stefnt í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á hækkun launagjalda og fjölgun stöðugilda. Einnig þarf að huga betur að samsetningu starfsfólks sem sinnir grunnþjónustu svo að þjónustustig sé í samræmi við fjölda starfsmanna og þjónustuþörf. Þetta segir Haraldur L. Haraldsson, hjá HLH Ráðgjöf, sem hefur áratuga reynslu af ráðgjöf á stjórnskipulagi, fjármálum og rekstri sveitarfélaga.
„Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki.“ Þetta segja Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley í aðsendri grein á Vísi.
„Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs.
Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir.
Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í janúar þar sem 27 starfsmönnum var sagt upp störfum í gististaða- og veitingahúsarekstri.
Isavia ANS ehf. braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar félagið sagði upp starfsmanni við 67 ára aldur. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði einvörðungu horft til aldurs þegar ákvörðun var tekin um starfslok hans og sú ákvörðun feli því í sér mismunun á grundvelli aldurs.
Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu.
Mikil fjölgun doktorsnema er meðal þess sem atvinnulífið þarf að búa sig undir en eins eru nemendur í öllum greinum að skoða hvað það er sem atvinnulífið er að leita eftir.
„Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“
Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ljóst er að hækkandi verðbólga mun hafa áhrif á kjör landsmanna, vaxatastig Seðlabankans – og ekki síður á gerð kjarasamninga síðar á árinu.
Óvíst er með það hvort Guðmundur Jónatan Baldursson stjórnarmaður í Eflingu nái að mynda framboðslista fyrir komandi stjórnarkjör í stéttarfélaginu.
Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar.
Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum.
Síðustu áratugina hefur valdið verið í höndum vinnuveitenda: Þeir meta hverjir fá hvaða störf, hverjir hljóta fastráðningu og svo framvegis.