Konur! Hættum að vinna ókeypis! Tatjana Latinovic skrifar 24. október 2022 08:02 Í dag höldum við kvennafrídag, 47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu hálfa öldina höfum við ekki enn náð að uppfylla þann draum sem Rauðsokkur, femínistar og aktívistar á áttunda áratugnum báru í brjósti sér; að útrýma kynbundnum launamun og ná fram kjarajafnrétti á Íslandi. Í dag er launamunur kynjanna 21,9%, þegar litið er á mun á heildartekjum kvenna og karla. Nú er langt liðið á þriðja áratug 21. aldarinnar og ótækt að okkur hafi ekki enn tekist að útrýma þessu þjóðarmeini. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 til að starfa að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Enn í dag eru markmið félagsins hin sömu, að tryggja það að konur hafi jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og að þær hafi sömu tækifæri og sömu laun á vinnumarkaðnum. Þessi tvö markmið eru óaðskiljanleg. Við náum ekki kjarajafnrétti fyrr en konur taka fullan og jafnan þátt í að setja þau lög og reglur sem byggja upp samfélag okkar og vinnumarkað. Við minnumst þess í dag að 100 ár eru síðan Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi Íslendinga, fyrst kvenna. Það var ekki fyrr en 87 árum eftir að Ingibjörg komst á þing, árið 2009, að breytinga fór að gæta. Þá urðu konur 43% þingfólks og síðan þá hafa ótal lög sem bæta stöðu kvenna og jafnrétti verið sett. Það kemur í ljós að þegar konur fá dagskrárvald á þingi eru mál tekin fyrir sem tryggja jafnrétti og bæta stöðu allra okkar sem hér búa. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og tryggjum jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Enn er gefinn afsláttur af störfum kvenna og enn meiri afsláttur er gefinn af störfum jaðarsettra hópa svo sem innflytjenda og fatlaðra. Kvennastéttir hafa haldið uppi íslensku samfélagi í aldaraðir. Það eru kvennastéttir sem ala upp og kenna börnum, sem hjúkra sjúkum og hugsa um aldraða. Það eru konur sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins og við verðum að meta störf þeirra að verðleikum. Við í Kvenréttindafélagi Íslands lítum nú til íslenskra stjórnvalda. Að stjórnvöld grípi til aðgerða sem tryggi að skakkt verðmætamat samfélagsins verði leiðrétt í eitt skipti fyrir öll. Þegar lítið er á mun á heildartekjum kvenna og karla á Íslandi í dag hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 15 mínútur. Konur vinna í dag ókeypis eftir kl. 15:15. Leiðréttum skakkt verðmætamat strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag höldum við kvennafrídag, 47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu hálfa öldina höfum við ekki enn náð að uppfylla þann draum sem Rauðsokkur, femínistar og aktívistar á áttunda áratugnum báru í brjósti sér; að útrýma kynbundnum launamun og ná fram kjarajafnrétti á Íslandi. Í dag er launamunur kynjanna 21,9%, þegar litið er á mun á heildartekjum kvenna og karla. Nú er langt liðið á þriðja áratug 21. aldarinnar og ótækt að okkur hafi ekki enn tekist að útrýma þessu þjóðarmeini. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 til að starfa að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Enn í dag eru markmið félagsins hin sömu, að tryggja það að konur hafi jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og að þær hafi sömu tækifæri og sömu laun á vinnumarkaðnum. Þessi tvö markmið eru óaðskiljanleg. Við náum ekki kjarajafnrétti fyrr en konur taka fullan og jafnan þátt í að setja þau lög og reglur sem byggja upp samfélag okkar og vinnumarkað. Við minnumst þess í dag að 100 ár eru síðan Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi Íslendinga, fyrst kvenna. Það var ekki fyrr en 87 árum eftir að Ingibjörg komst á þing, árið 2009, að breytinga fór að gæta. Þá urðu konur 43% þingfólks og síðan þá hafa ótal lög sem bæta stöðu kvenna og jafnrétti verið sett. Það kemur í ljós að þegar konur fá dagskrárvald á þingi eru mál tekin fyrir sem tryggja jafnrétti og bæta stöðu allra okkar sem hér búa. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og tryggjum jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Enn er gefinn afsláttur af störfum kvenna og enn meiri afsláttur er gefinn af störfum jaðarsettra hópa svo sem innflytjenda og fatlaðra. Kvennastéttir hafa haldið uppi íslensku samfélagi í aldaraðir. Það eru kvennastéttir sem ala upp og kenna börnum, sem hjúkra sjúkum og hugsa um aldraða. Það eru konur sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins og við verðum að meta störf þeirra að verðleikum. Við í Kvenréttindafélagi Íslands lítum nú til íslenskra stjórnvalda. Að stjórnvöld grípi til aðgerða sem tryggi að skakkt verðmætamat samfélagsins verði leiðrétt í eitt skipti fyrir öll. Þegar lítið er á mun á heildartekjum kvenna og karla á Íslandi í dag hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 15 mínútur. Konur vinna í dag ókeypis eftir kl. 15:15. Leiðréttum skakkt verðmætamat strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar