Vinnumarkaður

Fréttamynd

Hundar mæta í vinnuna með eig­endum sínum

Það færist sífellt í vöxt að dýr séu notuð í meðferðum með börnum til að bæta lífsgæði þeirra, ekki síst hundar. Gott dæmi um þetta er sálfræðingur í Reykjavík, sem ætlar sér að nýta sinn hund í tímum með skjólstæðingum sínum og í Fossvogsskóla mætir hundur tvisvar í viku með eiganda sínum í vinnuna.

Lífið
Fréttamynd

Aukið at­vinnu­leysi

Í marsmánuði voru 9.500 manns atvinnulausir á Íslandi samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 4,1 prósent og jókst um 0,5 prósentustig milli mánaða. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skelfi­legt að þurfa grípa til hópuppsagna

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að skelfilegt sé að þurfa að grípa til hópuppsagna. Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi í morgun að fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hann vonar að „þetta ömurlega tímabil“ taki enda fyrr en síðar.

Innlent
Fréttamynd

Undir­búa hóp­upp­sögn hjá Grinda­víkur­bæ

Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög um hópuppsagnir. 

Innlent
Fréttamynd

Viður­kennir að hafa gengið of hart fram

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir að öflugt umbótastarf í vinnuanda á skrifstofunni hafa gengið vel og að félagið sé á réttri leið. Óánægju hefur gætt meðal stafsmanna félagsins, meðal annars með framgöngu Þórarins.

Innlent
Fréttamynd

Mýtan um launin

Ég rak upp stór augu um daginn, þegar ég las yfirskriftina „Segir lág laun leikskólakennara mýtu” á frétt á Vísi. Sem leikskólakennari varð ég auðvitað að skoða þetta nánar.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég var skít­hrædd að senda þessa tölvu­pósta“

„Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffi­hús

Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús.

Lífið
Fréttamynd

Það verður ekki bæði sleppt og haldið

Lít yfir kaffistofuna. Fjórir bollar hafa dottið úr vinnu til lengri eða skemmri tíma vegna bugunar (hálft til tvö ár). Tveir eru á „góðri“ leið með að skella á gólfið.

Skoðun
Fréttamynd

Höfnum ó­eðli­legri hag­nýtingu sjálf­boða­liða

Á hverjum degi eru auglýst ótal störf á vinnumarkaði. Ætla má að atvinnulífið sé í sókn og er það vel. Eins og með allt sem er vel eru einnig atriði sem er ábótavant. Á liðnum árum höfuð við séð í auknu mæli atvinnurekendur sem fá til sín fólk í sjálfboðastörf.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarar – á hrað­braut í kulnun

Á ráðstefnunni „Skóli nútíðar – vegvísir til framtíðar“ sem Kennarasamband Íslands hélt í Hörpu 9. apríl 2024 var farið yfir niðurstöður viðhorfs- og þjónustukönnunar KÍ.

Skoðun
Fréttamynd

Tók fimm mánuði að byrja að tala ís­lensku

„Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vinnu­markaður án að­greiningar, útópía nú­tíma­stefnu

Nýlega sendi Múlalundur frá sér tilkynningu um breytingar á rekstri sem felast m.a. í því að öllum starfsmönnum með skerta starfsgetu verði sagt upp. Ástæða þessara breytinga var sögð vera stefna Sameinuðu þjóðanna um að vinnumarkaður eigi að vera staður án aðgreiningar og allir þurfi að fá tækifæri til þess að starfa á almennum vinnumarkaði óháð færni.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­aftur­kræf mis­tök

Að undanförnu hafa borist fréttir af því að Múlalundi verði lokað. Múlalundur er starfræktur á vegum SÍBS á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ og er m.a. vinnustaður fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hjá Múlalundi eru framleiddar vörur sem flest okkar nota í daglega lífinu. Áform um að loka þessum vinnustað eru afar sorleg að mínu mati og í raun hef ég áhyggjur af því að hér sé verið að gera óafturkræf mistök.

Skoðun