Keflavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Skæðustu sprengju­þotur heims mættar á Kefla­víkur­flug­völl

Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir.

Innlent
Fréttamynd

Annar stærsti júlí frá upp­hafi mælinga

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll voru um 275 þúsund í júlí samkvæmt nýrri talningu Ferðamálastofu. Það er annar stærsti júlímánuður frá því mælingar hófust en tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­festingar á öryggis­svæðinu námu 5,6 milljörðum í fyrra

Kostnaður við rekstur og fjárfestingar Íslendinga og Bandaríkjamanna á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ námu samtals rúmlega 5,6 milljörðum króna í fyrra. Hlutur Bandaríkjanna var 2,9 milljarðar, hlutur Íslands 2,7 milljarðar en fjárfesting Nató nam aðeins 53 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Enn að jafna sig og skoða að leita réttar síns

Íslensk fjölskylda varð fyrir áfalli í síðustu viku þegar til stóð að vísa fjölskylduföðurnum, sem búið hefur hér á landi í átta ár, úr landi við komu á Keflavíkurflugvöll. Fjölskyldan er enn að jafna sig og skoðar það að leita réttar síns vegna atviksins.

Innlent
Fréttamynd

Ný ak­braut sem heitir Mike

Ný akbraut var formlega tekin í notkun á Keflvíkurflugvelli í dag. Brautin er fyrsta viðbót Isavia við flugbrautarkerfið á vellinum en allar aðrar breytingar á því hafa verið framkvæmdar af Bandaríkjaher og NATO. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall

Alþjóðaflugið hefur núna fengið viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi.

Innlent
Fréttamynd

Svona leit Kefla­víkur­flug­völlur út árið 1982

Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík

Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppni um innritun farangurs í Keflavík

Nýtt íslenskt fyrirtæki að nafni BagBee tekur nú að sér innrita farangur fyrir fólk á Keflavíkurflugvelli. Þjónusta sem þessi hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu en um er að ræða annað fyrirtækið hér á landi sem býður upp á hana.

Viðskipti innlent